Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:21 Lækkun vaxta undanfarið ár hefur hvatt fólk til að breyta húsnæðislánum úr verðtryggðum í verðtryggð og skapað mikla umframeftirspurn eftir húsnæði. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu. Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur