Prentmet Oddi hefur tekið við framleiðslu á stimplum Stimplagerðarinnar sem verið hefur í rekstri frá árinu 1955.
Í tilkynningu frá Prentmet Odda segir að um sé að ræða elstu stimplagerð landsins sem hafi verið leiðandi í sölu stimpla.
„Hjónin Óðinn Geirsson og Aðalheiður Maack keyptu fyrirtækið árið 1976 af stofnandanum, Bergi Thorberg prentara, og hafa því rekið það í um 45 ár.
Prentmet og nú Prentmet Oddi var stofnað árið 1992 og er rekið af þeim hjónum Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir,“ segir í tilkynningu.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira