Viðskipti innlent

Svona vörðu lands­menn ferða­gjöfinni í sumar

Atli Ísleifsson skrifar
Ljóst má vera að margir vöknuðu upp við það í síðustu viku að vera með ónýtta ferðagjöf og var um fimmtungur af heildarupphæð ferðagjafarinnar, um 226 milljónir króna, nýttur á síðasta degi áður en ferðagjöfin rann út.
Ljóst má vera að margir vöknuðu upp við það í síðustu viku að vera með ónýtta ferðagjöf og var um fimmtungur af heildarupphæð ferðagjafarinnar, um 226 milljónir króna, nýttur á síðasta degi áður en ferðagjöfin rann út. Vísir/Vilhelm

Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna.

Á svari frá Ferðamálastofu við fyrirspurn fréttastofu segir að 218.934 ferðagjafir hafi verið notaðar og 194.171 fullnýttar, það er fimm þúsund krónur hver ferðagjöf.

Ónotaðar ferðagjafir voru 12.397 og nemur ónotuð upphæð um áttatíu milljónum króna. Heildarupphæð sem nýtt var í ferðagjöf var því 1.076.841.713 krónur.

Fimmtungur gjafa nýttur á síðasta degi

Ljóst má vera að margir vöknuðu upp við það í síðustu viku að vera með ónýtta ferðagjöf og var um fimmtungur af heildarupphæð ferðagjafarinnar, um 226 milljónir króna, nýttur á síðasta degi áður en ferðagjöfin rann út.

Ef litið er til þess eftir flokkum, hvar Íslendingar nýttu ferðagjöfina má sjá að 514 milljónum, eða 47,7 prósent, var varið á veitingastöðum. 17,3 prósent heildarfjárhæðar ferðagjafarinnar var nýtt í afþreyingu og 15,9 prósent í samgöngur, líklega að stærstum hluta í eldsneyti.

Nýting ferðagjafarinnar eftir flokkum:

 • Veitingastaðir: 514.122.137 krónur eða 47,7 prósent
 • Afþreying: 186.135.477 krónur eða 17,3 prósent
 • Samgöngur: 170.846.488 krónur eða 15,9 prósent
 • Gisting: 147.716.509 krónur eða 13,7 prósent
 • Annað: 53.878.318 krónur eða 5,0 prósent
 • Bílaleigur: 2.111.434 krónur eða 0,2 prósent
 • Ferðaskrifstofur: 2.031.350 krónur eða 0,2 prósent

Ef litið er til þess hvar landsmenn nýttu ferðagjöfina má sjá að rétt rúmur helmingur var nýttur á höfuðborgarsvæðinu.

Nýting ferðagjafarinnar eftir landsvæðum:

 • Höfuðborgarsvæðið: 547.779.429 krónur eða 50,9 prósent
 • Landsdekkandi fyrirtæki: 226.327.945 krónur eða 21,0 prósent
 • Suðurland: 96.022.496 krónur eða 8,9 prósent
 • Norðurland eystra: 93.301.835 krónur eða 8,7 prósent
 • Vesturland: 31.369.858 krónur eða 2,9 prósent
 • Suðurnes: 27.943.122 krónur eða 2,6 prósent
 • Austurland: 27.237.797 krónur eða 2,5 prósent
 • Norðurland vestra: 14.365.042krónur eða 1,3 prósent
 • Vestfirðir: 12.453.589 krónur eða 1,2 prósent
 • Hálendi 40.600 krónur, eða 0,0 prósent

Ef litið er til þeirra fyrirtækja þar sem flestir nýttu ferðagjöfina má sjá að flestir nýttu sér ferðagjöfina hjá N1 og Olís, en á hæla þeirra fylgdu Sky Lagoon, Tix, KFC og Hlöllabátar

Nýting ferðagjafarinnar eftir fyrirtækjum (topp tíu):

 1. N1: 91.072.061 krónur eða 8,5 prósent
 2. Olís: 56.913.486 krónur eða 5,3 prósent
 3. Sky Lagoon: 48.011.254 krónur eða 4,5 prósent
 4. Tix: 45.356.975 krónur eða 4,2 prósent
 5. KFC: 37.741.496 krónur eða 3,5 prósent
 6. Hlöllabátar: 34.883.039 krónur eða 3,2 prósent
 7. Flugleiðahótel (Icelandair Hotels): 31.965.564 krónur eða 3,0 prósent
 8. Flyover Iceland: 27.753.846 krónur eða 2,6 prósent
 9. Pizza-Pizza: 26.739.943 krónur eða 2,5 prósent
 10. Icelandair: 22.335.409 krónur eða 2,1 prósent

Nýting ferðagjafarinnar eftir fyrirtækjum 30. september (hlutfall af heildarupphæð 30. september)

 1. N1: 27.403.425 krónur eða 12,3 prósent
 2. Tix: 22.327.289 krónur eða 10,0 prósent
 3. Olís: 14.501.395 krónur eða 6,5 prósent
 4. Hlöllabátar: 12.976.634 krónur eða 5,8 prósent
 5. Sky Lagoon: 6.726.578 krónur eða 3,0 prósent
 6. KFC: 6.369.801 krónur eða 2,8 prósent
 7. Flugleiðahótel (Icelandair Hotels): 6.364.701 krónur eða 2,8 prósent
 8. Flyover Iceland: 4.931.880 krónur eða 2,2 prósent
 9. Pizza-Pizza: 4.508.170 krónur eða 2,0 prósent
 10. Borgarleikhúsið. 3.924.042 krónur eða 1,8 prósent

Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.