Neytendur

206 þúsund sótt ferðagjöfina sem rennur út á miðnætti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ferðagjöfin 2021 rennur út á miðnætti.
Ferðagjöfin 2021 rennur út á miðnætti. Vísir/Vilhelm

Um 206 þúsund manns hafa nú sótt ferðagjöfina en hún rennur út á miðnætti. Handhafar ferðagjafarinnar eru í kringum 280 þúsund þannig að um 70 þúsund einstaklingar eiga eftir að sækja gjöfina.

Af þeim sem hafa sótt ferðagjöfina hafa um 174 þúsund notað hana en 151 þúsund fullnýtt hana. Um 32 þúsund hafa sótt ferðagjöfina en eiga eftir að nota hana.

Ferðagjöfin er 5 þúsund króna gjafabréf, sem nota má hjá ýmsum fyrirtækjum í ferðaþjónustu en einnig á veitingastöðum og hjá aðilum sem bjóða upp á afþreyingu af ýmsum toga.

Handhafar ferðagjafarinnar eru allir einstaklingar 18 ára og eldri með lögheimili á Íslandi.

Af þeim 850 milljónum króna sem hafa verið notaðar hefur 401 milljón verið varið á veitingastöðum, 146 milljónum í afþreyingu og 128 milljónum í samgöngur.

Þau fyrirtæki sem flestir hafa verslað hjá eru N1, Olís, Sky Lagoon, KFC, og Flugleiðahótel.

Ferðagjöfina sækir maður á vefinn island.is.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×