Viðskipti innlent

Hafa lokið fjár­mögnun Boeing 737 MAX flug­véla fé­lagsins

Atli Ísleifsson skrifar
Mývatn er ein Boeing 737 MAX véla Icelandair.
Mývatn er ein Boeing 737 MAX véla Icelandair. Vísir/KMU

Icelandair hefur gert samning við Aviation Capital Group (ACG) um fjármögnun þriggja Boeing 737 MAX flugvéla.

Í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar segir að um sé að ræða sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX8 flugvélum og fjármögnunarleigu á einni Boeing 737 MAX9 vél. 

Gert er ráð fyrir að flugvélarnar verði afhentar í desember 2021 og janúar 2022. 

„Icelandair hafði áður gert samning um fjármögnun til vara á þessum þremur vélum sem nú er ljóst að verður ekki nýtt. Í kjölfar þessa samnings hefur Icelandair lokið fjármögnun allra 12 Boeing 737 MAX flugvéla félagsins sem félagið pantaði upphaflega frá Boeing á árinu 2013,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group, að félagið sé ánægt að hafa náð samningum á góðum kjörum við Aviation Capital Group sem það hafi átt í samstarfi við lengi. „Það er ljóst að fjármögnunaraðilar hafa trú á félaginu sem og virði Boeing 737 MAX vélanna og þeim tækifærum sem þær koma til með að skapa,“ er haft eftir Boga Nils.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.