Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2021 19:20 Haukur Benediktsson framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum (í ræðustól) kynnir rit nefndarinnar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fylgjast með. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44