Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2021 19:20 Haukur Benediktsson framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum (í ræðustól) kynnir rit nefndarinnar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fylgjast með. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44