Hinn sívaxandi ójöfnuður Víkingur Hauksson skrifar 26. september 2021 14:01 Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun