Viðskipti innlent

Munu leiða markaðs­starf og staf­ræna veg­ferð Kynnis­ferða

Atli Ísleifsson skrifar
Atli Björgvinsson og Axel Gunnlaugsson.
Atli Björgvinsson og Axel Gunnlaugsson. RE

Axel Gunnlaugsson og Atli Björgvinsson ráðnir til Kynnisferða til að leiða markaðsstarf og stafræna vegferð Kynnisferða.

Í tilkynningu frá félaginu segir að í byrjun sumars hafi rekstur Kynnisferða og Eldeyjar sameinast og að með henni verði áhersla aukin á stafræna vegferð og markaðsstarf á netinu með það að markmiði að auka áhuga ferðamanna á komu til Íslands.

„Til að styðja við þessa vegferð hefur Axel Gunnlaugsson verið ráðinn sem yfirmaður upplýsingatækni og Atli Björgvinsson sem stafrænn markaðsstjóri.

Axel nam tölvu- og upplýsingafræði í Bandaríkjunum, við University of Oregon og hefur sérhæft sig í þróun hugbúnaðar og högun tæknilegs umhverfis fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis. Frá árinu 2012 hefur Axel starfað við eigin rekstur hjá félaginu Codilac við ýmis konar ráðgjöf og þjónustu í upplýsingatækni. Áður starfaði Axel sem yfirmaður upplýsingatækni hjá 365 og Sýn.

Atli nam viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Atli hefur starfað sem markaðstjóri Icelandic Startups, verkefnastjóri hjá Vodafone og unnið við kennslu í samfélagsmiðlum hjá Háskólanum á Bifröst svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.