Viðskipti innlent

Flutti frá Los Angeles til Íslands til að markaðs­setja sultur

Eiður Þór Árnason skrifar
Belinda Navi hefur meðal annars starfað fyrir Belkin International.
Belinda Navi hefur meðal annars starfað fyrir Belkin International. Aðsend

Good Good hefur ráðið Belindu Navi í starf markaðsstjóra með aðsetur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Belinda Navi fluttist búferlum frá Los Angeles til Reykjavíkur til að starfa fyrir Good Good og hefur þegar hafið störf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Good Good, segir að ráðningin komi til með að styrkja markaðsstarf sprotafyrirtækisins á heimsvísu, einkum í Norður-Ameríku.

„Belinda er með yfirgripsmikla reynslu sem mun nýtast Good Good vel við vörumerkjaþróun, markaðsrannsóknir og við að greina ný markaðstækifæri,“ segir hann í tilkynningu.

Var markaðsstjóri hjá WePlay Networks

Belinda Navi er með MBA gráðu frá INSEAD og B.A bókmenntagráðu frá Brown University. Hún starfaði áður sem markaðsráðgjafi fyrir viðskiptavini á borð við Amobee Inc, Belkin International og SunAsia Energy Inc og sem markaðs- og þróunarstjóri fyrir WePlay Networks.

Good Good er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á matvælum án viðbætts sykurs. Vöruframboðið samanstendur meðal annars af sultum, sætuefnum og keto-börum. 

Vöruþróun fyrirtækisins, auk sölu- og markaðsstarfs, fer fram á Íslandi en framleiðsla fer fram í Hollandi og Belgíu. Að sögn forsvarsmanna fást vörur fyrirtækisins nú í rúmlega tíu þúsund verslunum í sextán löndum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.