Leikjavísir

Reyna á samvinnuna og taugarnar

Samúel Karl Ólason skrifar
facebook_1632224089912_6846044029216511316

Stelpurnar í Queens ætla að láta reyna að samvinnuna og taugarnar í streymi kvöldsins. Móna og Valla ætla að spila leikina Portal 2 og Devour.

Portal 2 er orðinn þó nokkuð gamall en fjölspilun leiksins snýst að miklu leyti um samvinnu.

Hryllingsleikurinn Devour er fjölspilunarleikur sem kom út í janúar. Í honum þurfa spilarar að snúa bökum saman og sleppa frá snaróðum sértrúarsöfnuði.

Diamondmynxx og Vallapjalla skipa dúóið Queens

Streymi Queens má finna á Stöð 2 eSport, Twitchsíðu GameTíví og hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan níu í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.