Handbolti

Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gaupi kíkti í bæjarbakarí þar sem hann hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, sem hefur starfað fyrir handboltalið FH í 25 ár.
Gaupi kíkti í bæjarbakarí þar sem hann hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, sem hefur starfað fyrir handboltalið FH í 25 ár. Mynd/Skjáskot

Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH.

„Þetta er ekki eina bakaríið í Hafnarfirði, en hér fyrir innan er eini maðurinn sem við viljum hitta,“ voru upphafsorð Gaupa áður en hann fór inn og ræddi við Sigurð.

Sigurður hefur starfað fyrir handboltalið FH frá árinu 1996, en hann hefur setið í stjórn, unglingaráði og verið liðsstjóri frá árinu 2009.

Árið 1995 kom til hans Geir Hallsteinsson og bað hann um að taka til sí 17 ára son sinn, Brynjar Geirsson, á samning. Ári síðar plataði Geir hann svo í stjórn og Sigurður hefur ekki litið til baka síðan.

Sigurður hefur því starfað fyrir FH í 25 ár, og hefur hann sinnt mörgum mismunandi störfum, en hann á að baki rúmlega 400 leiki á varamannabekk FH.

Sigurður og Gaupi fóru um víðan völl og ræddu meðal annars um þau mismunandi störf sem Sigurður hefur unnið fyrir FH, spennuna sem getur myndast á varamannabekknum og gæddu sér loks á súkkulaðiköku sem Sigurður bakaði sérstaklega fyrir þáttinn.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: .Eina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×