Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2021 08:41 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. Hefur stofnunin óskað eftir ýmsum gögnum á borð við afrit af öllum tölvupóstum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa ýmist sent eða fengið frá aðildarfyrirtækjum. Fréttablaðið greinir frá þessu en málið hófst með aðsendri grein Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem birtist á Vísi 2. september. Þar lýsir hann íslenskum tryggingarfélögum sem „óstöðvandi okurfélögum“ og gagnrýnir meðal annars að félögin hafi hækkað iðgjöld bifreiðatrygginga umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað. Þá sagði hann enga samkeppni ríkja milli tryggingafélaganna. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, svaraði þessu í eigin grein á Vísi þar sem hún gaf lítið fyrir ávítur Runólfs. FÍB taldi viðbrögð félagsins vera mögulegt lögbrot og sendi inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins. Verðlagsumræða samræmist ekki banni um verðsamráð Í Fréttablaðinu í dag segir að það sé mat samkeppnisyfirvalda að öll afskipti af verði og verðlagningu aðildarfélaga, þar með talin þátttaka í opinberri umræðu um verðlagningu félagsmanna, sé sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka. „Tjái forsvarsmenn hagsmunasamtaka keppinauta sig opinberlega um verðlagsmál eða haldi uppi vörn um verðlagsstefnu aðildarfélaga samtakanna, þá sé það væntanlega á grundvelli fyrir fram mótaðra hugmynda eða stefnu um slík mál, sem hlýtur að grundvallast á umræðu sem farið hefur fram innan hagsmunasamtakanna. Slík verðlagsumræða innan hagsmunasamtaka samrýmist ekki banni samkeppnislaga um verðsamráð,“ segir í erindi Samkeppniseftirlitsins til tryggingafélaganna og SFF sem Fréttablaðið vísar til. Snýr athugun stofnunarinnar sömuleiðis að viðbrögðum SFF við gagnrýni VR á meint vaxtaokur bankanna þar sem sérfræðingur SFF svaraði henni opinberlega. Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hefur stofnunin óskað eftir ýmsum gögnum á borð við afrit af öllum tölvupóstum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa ýmist sent eða fengið frá aðildarfyrirtækjum. Fréttablaðið greinir frá þessu en málið hófst með aðsendri grein Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem birtist á Vísi 2. september. Þar lýsir hann íslenskum tryggingarfélögum sem „óstöðvandi okurfélögum“ og gagnrýnir meðal annars að félögin hafi hækkað iðgjöld bifreiðatrygginga umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað. Þá sagði hann enga samkeppni ríkja milli tryggingafélaganna. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, svaraði þessu í eigin grein á Vísi þar sem hún gaf lítið fyrir ávítur Runólfs. FÍB taldi viðbrögð félagsins vera mögulegt lögbrot og sendi inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins. Verðlagsumræða samræmist ekki banni um verðsamráð Í Fréttablaðinu í dag segir að það sé mat samkeppnisyfirvalda að öll afskipti af verði og verðlagningu aðildarfélaga, þar með talin þátttaka í opinberri umræðu um verðlagningu félagsmanna, sé sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka. „Tjái forsvarsmenn hagsmunasamtaka keppinauta sig opinberlega um verðlagsmál eða haldi uppi vörn um verðlagsstefnu aðildarfélaga samtakanna, þá sé það væntanlega á grundvelli fyrir fram mótaðra hugmynda eða stefnu um slík mál, sem hlýtur að grundvallast á umræðu sem farið hefur fram innan hagsmunasamtakanna. Slík verðlagsumræða innan hagsmunasamtaka samrýmist ekki banni samkeppnislaga um verðsamráð,“ segir í erindi Samkeppniseftirlitsins til tryggingafélaganna og SFF sem Fréttablaðið vísar til. Snýr athugun stofnunarinnar sömuleiðis að viðbrögðum SFF við gagnrýni VR á meint vaxtaokur bankanna þar sem sérfræðingur SFF svaraði henni opinberlega.
Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58
FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00
Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00
FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47