Hefur ekki keypt áfengi af netverslun og skoðar hvort starfsemin standist lög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2021 21:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun. Þetta kom fram í máli hennar þegar rætt var við fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrr í dag kom fram að erindi FA væri ósvarað, tveimur vikum eftir að það var sent á fjármála- og efnahagsráðuneytið, en síðar áframsent á dómsmálaráðuneytið. „Þessu erindi var beint til tveggja ráðuneyta og það er bara í vinnslu, svarið við því,“ sagði Áslaug Arna. Hún hafi á þessu kjörtímabili talið, og telji raunar enn, að farsælasta lausnin í málinu sé að breyta löggjöfinni á þá leið að íslenskum netverslunum verði heimilt að selja áfengi, en þeim er það óheimilt eins og sakir standa. „Sem myndi þá skýra þetta mun betur, varðandi bæði aldur og eftirlit og fleira. Það er auðvitað staðan að erlendum netverslunum er heimilt að selja áfengi, ég vildi jafna þessa stöðu og hyggst enn þá beita mér fyrir því.“ Meðal netverslana sem selja vín hér á landi er Sante, sem er með lager á Íslandi, og Nýja Vínbúðin, en eigandi hennar segir verslunina með vöruhús í Evrópu sem sent er frá. Í júlí lagði ÁTVR fram kæru á hendur Sante, ásamt eigandanum Arnari Sigurðssyni, til lögreglu og Skattsins og taldi fyrirtækið ekki standa skil á innheimtum virðisaukaskatti. Aðspurð sagðist Áslaug sjálf ekki hafa keypt áfengi af netverslun sem bjóði upp á slíka þjónustu hér á landi. Finnst þér starfsemi verslananna núna vera vafasöm samkvæmt lögunum? „Það er það sem ráðuneytið er að skoða,“ svaraði Áslaug. Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Þetta kom fram í máli hennar þegar rætt var við fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrr í dag kom fram að erindi FA væri ósvarað, tveimur vikum eftir að það var sent á fjármála- og efnahagsráðuneytið, en síðar áframsent á dómsmálaráðuneytið. „Þessu erindi var beint til tveggja ráðuneyta og það er bara í vinnslu, svarið við því,“ sagði Áslaug Arna. Hún hafi á þessu kjörtímabili talið, og telji raunar enn, að farsælasta lausnin í málinu sé að breyta löggjöfinni á þá leið að íslenskum netverslunum verði heimilt að selja áfengi, en þeim er það óheimilt eins og sakir standa. „Sem myndi þá skýra þetta mun betur, varðandi bæði aldur og eftirlit og fleira. Það er auðvitað staðan að erlendum netverslunum er heimilt að selja áfengi, ég vildi jafna þessa stöðu og hyggst enn þá beita mér fyrir því.“ Meðal netverslana sem selja vín hér á landi er Sante, sem er með lager á Íslandi, og Nýja Vínbúðin, en eigandi hennar segir verslunina með vöruhús í Evrópu sem sent er frá. Í júlí lagði ÁTVR fram kæru á hendur Sante, ásamt eigandanum Arnari Sigurðssyni, til lögreglu og Skattsins og taldi fyrirtækið ekki standa skil á innheimtum virðisaukaskatti. Aðspurð sagðist Áslaug sjálf ekki hafa keypt áfengi af netverslun sem bjóði upp á slíka þjónustu hér á landi. Finnst þér starfsemi verslananna núna vera vafasöm samkvæmt lögunum? „Það er það sem ráðuneytið er að skoða,“ svaraði Áslaug.
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira