Viðskipti erlent

Heims­markaðs­verð á áli ekki verið hærra í þrettán ár

Atli Ísleifsson skrifar
Orkuverð í Kína hefur farið hækkandi sem hefur svo leitt til að hægt hafi á framleiðslu í Xinjiang-héraði þar í landi.
Orkuverð í Kína hefur farið hækkandi sem hefur svo leitt til að hægt hafi á framleiðslu í Xinjiang-héraði þar í landi. Getty

Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir þrjú þúsund Bandaríkjadali í gær, um 385 þúsund krónur á núvirði, og hefur ekki verið hærra í þrettán ár.

Í frétt Bloomberg segir að erfitt hafi verið að anna eftirspurn á áli síðustu mánuði og hefur valdarán hersins í Gíneu fyrr í mánuðinum ekki bætt úr stöðunni. Gínea er stór framleiðandi báxíts sem ál er að stærstum hluta unnið úr.

Eftirspurn eftir álmálmi í heiminum er mikil og hafði heimsmarkaðsverð farið hækkandi fyrir valdaránið. Þannig hefur verð hækkað um 40 prósent frá í janúar.

Sú staðreynd að efnahagskerfi heimsins hafa aftur verið að taka við sér eftir að mikið hægði á eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á, er ein ástæða þess að heimsmarkaðsverð hefur farið upp á við.

Sömuleiðis hefur orkuverð í Kína farið hækkandi sem hefur svo leitt til að hægt hafi á framleiðslu í Xinjiang-héraði þar í landi.


Tengdar fréttir

Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar

Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×