Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2021 11:09 Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, var annar þeirra sem vildi hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Vísir/Vilhelm Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. Fundargerð nefndarinnar var birt í gær, en samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er hún birt á vef Seðlabankans tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Þar má sjá að þeir allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósenta hækkun en að nefndarmennirnir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, hefðu þó fremur kosið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur – úr 1 prósenti í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Þrálát verðbólga Segir að nefndin hafi rætt hvort halda ætti meginvöxtum bankans óbreyttum eða hækka þá um 0,25 til 0,5 prósentur. Helstu rök sem hafi komið fram á fundi nefndarinnar fyrir því að hækka vexti hafi verið þau að verðbólga hefði reynst þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir og horfur væru á að lengri tíma tæki að ná verðbólgumarkmiðinu. „Fram kom í umræðunni að hætta væri á að aukin alþjóðleg verðbólga, áhrif framboðstruflana á verðbólgu auk innlendra launahækkana myndu leiða til þess að verðbólga héldist mikil sem gæti leitt til frekari hækkunar á verðbólguvæntingum. Einnig var rætt að vísbendingar væru um að innlend eftirspurn hefði tekið kröftuglega við sér sem birtist m.a. í aukinni greiðslukortaveltu, auknum útlánavexti til heimila og miklum umsvifum og verðhækkun á húsnæðismarkaði. Jafnframt hefði batinn á vinnumarkaði verið kröftugri og framleiðsluslaki minni en talið var á síðasta fundi. Betra væri að vera tímanleg með vaxtahækkun nú og minnka líkur á að það kæmi til þess að það þyrfti að herða taumhaldið hratt síðar,“ segir í fundargerðinni. Tengsl sóttvarnaaðgerða og efnahagsumsvifa hafa veikst Ennfremur segir að rök fyrir því að taka stærra skref og hækka vexti um 0,5 prósentur hafi meðal annars verið þau að óvissan hefði minnkað frá maífundi nefndarinnar þar sem stór hluti þjóðarinnar væri nú bólusettur og ljóst væri að bólusetningin virkaði vel gegn alvarlegum veikindum af COVID-19. „Ljóst væri enn fremur að tengsl milli sóttvarnaraðgerða og efnahagsumsvifa hefðu veikst og aðlögunarhæfni almennings og fyrirtækja ásamt aðgerðum stjórnvalda héldu hagkerfinu gangandi að mestu þrátt fyrir farsóttina. Þá hefði fjölgun ferðamanna verið hraðari í sumar og útgjöld þeirra meiri en búist hafði verið við auk þess sem hagvaxtarhorfur hefðu batnað umtalsvert.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32 Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Fundargerð nefndarinnar var birt í gær, en samkvæmt starfsreglum nefndarinnar er hún birt á vef Seðlabankans tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Þar má sjá að þeir allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósenta hækkun en að nefndarmennirnir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður, hefðu þó fremur kosið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur – úr 1 prósenti í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Þrálát verðbólga Segir að nefndin hafi rætt hvort halda ætti meginvöxtum bankans óbreyttum eða hækka þá um 0,25 til 0,5 prósentur. Helstu rök sem hafi komið fram á fundi nefndarinnar fyrir því að hækka vexti hafi verið þau að verðbólga hefði reynst þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir og horfur væru á að lengri tíma tæki að ná verðbólgumarkmiðinu. „Fram kom í umræðunni að hætta væri á að aukin alþjóðleg verðbólga, áhrif framboðstruflana á verðbólgu auk innlendra launahækkana myndu leiða til þess að verðbólga héldist mikil sem gæti leitt til frekari hækkunar á verðbólguvæntingum. Einnig var rætt að vísbendingar væru um að innlend eftirspurn hefði tekið kröftuglega við sér sem birtist m.a. í aukinni greiðslukortaveltu, auknum útlánavexti til heimila og miklum umsvifum og verðhækkun á húsnæðismarkaði. Jafnframt hefði batinn á vinnumarkaði verið kröftugri og framleiðsluslaki minni en talið var á síðasta fundi. Betra væri að vera tímanleg með vaxtahækkun nú og minnka líkur á að það kæmi til þess að það þyrfti að herða taumhaldið hratt síðar,“ segir í fundargerðinni. Tengsl sóttvarnaaðgerða og efnahagsumsvifa hafa veikst Ennfremur segir að rök fyrir því að taka stærra skref og hækka vexti um 0,5 prósentur hafi meðal annars verið þau að óvissan hefði minnkað frá maífundi nefndarinnar þar sem stór hluti þjóðarinnar væri nú bólusettur og ljóst væri að bólusetningin virkaði vel gegn alvarlegum veikindum af COVID-19. „Ljóst væri enn fremur að tengsl milli sóttvarnaraðgerða og efnahagsumsvifa hefðu veikst og aðlögunarhæfni almennings og fyrirtækja ásamt aðgerðum stjórnvalda héldu hagkerfinu gangandi að mestu þrátt fyrir farsóttina. Þá hefði fjölgun ferðamanna verið hraðari í sumar og útgjöld þeirra meiri en búist hafði verið við auk þess sem hagvaxtarhorfur hefðu batnað umtalsvert.“ Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður
Peningastefnunefnd Seðlabankans: Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Gylfi Zoëga, prófessor, utanaðkomandi nefndarmaður Katrín Ólafsdóttir, dósent, utanaðkomandi nefndarmaður
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32 Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34
Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. 25. ágúst 2021 13:32
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. 25. ágúst 2021 18:26
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent