Viðskipti innlent

Skúli ætlar að opna sjóböð í Hvammsvík

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skúli Mogensen á Startup ráðstefnu í Hörpu
Skúli Mogensen á Startup ráðstefnu í Hörpu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen stefnir á að snúa aftur í íslenska ferðaþjónustu með því að opna sjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði.

Frá þessu er greint í ViðskiptaMogganum, fylgiriti Morgunblaðsins um viðskipti.

Þar kemur fram að Skúli hafi ásamt fjölskyldu sinni stofnað félagið Hvammsvík sjóböð. Verið sé að afla tilskilinna leyfa og markmiðið sé að hefja framkvæmdir á vormánuðum.

Er haft eftir Skúla að „vonandi í sumar“ geti Íslendingar farið í sjóböðin.

Í Viðskiptamogganum kemur fram að samkvæmt skipulagslýsingu verði hlaðnar baðlaugar á jörðinni, sem er í eigu fjölskyldu Skúla.

„Ég hef enn fulla trú á Íslandi sem áfangastað og ferðaþjónustu landsins,“ er haft eftir Skúla í Viðskiptamogganum, sem hefur látið lítið fyrir sér fara í íslensku viðskiptalífi eftir gjaldþrot WOW air á síðasta ári.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,31
166
513.398
FESTI
1,83
26
1.238.812
ICESEA
1,33
6
146.587
MAREL
1,18
52
1.343.170
VIS
1
10
198.193

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,9
8
378.967
KVIKA
-1,5
18
452.296
ARION
-1,07
19
277.002
EIM
-0,81
5
11.804
ORIGO
-0,77
13
39.387
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.