Costco á Íslandi hagnaðist um 463 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2021 13:58 Verslun Costco í Kauptúni opnaði árið 2017. Vísir/Vilhelm Costco á Íslandi hagnaðist um 462,9 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem endaði í ágúst 2020. Nam sala félagsins 20,5 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 3,7 prósent milli rekstrarára. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Hagnaður jókst milli ára og var 416,8 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Í skýrslu stjórnenda segir að koma Costco á íslenskan markað hafi verið árangursrík og markmiðið sé að stækka enn frekar. Hagnaður fyrir skatta nam 575 milljónum króna og jókst úr 535 milljónum. Framlegð nam 2,9 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Fram kemur í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra að heimsfaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á rekstur Costco og sérstaklega á seinni helming rekstrarársins sem náði frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Eldsneytissala minnkaði Vegna sóttvarnatakmarkana var talsverð lækkun í sölu á bensíni og ferðatengdum vörum á tímabilinu. Þá drógust tekjur af veitingasölu saman þegar viðskiptavinir máttu ekki borða á staðnum. „Þessar lækkanir voru hins vegar bættar upp með meiri sölu á matvöru og öðrum vöruflokkum þegar viðskiptavinir okkar höfðu aðlagað sig að aðstæðum. Við sáum jafnframt mikla aukningu á sölu sótthreinsiefna, andlitsgríma og lyfja,“ segir í ársreikningi. Aukin sala í matvöru og öðrum vöruflokkum bætti upp samdrátt í eldsneytissölu. Vísir/Hanna Með teknu tilliti til erfiðra aðstæðna á seinni hluta rekstrarársins segjast stjórnendur vera ánægðir með 3,7 prósent hækkun sölu á árinu. Á sama tíma hækkaði launakostnaður og annar rekstrarkostnaður milli ára þar sem starfsmönnum var greitt aukalega fyrir framlag þeirra við erfiðar aðstæður í faraldrinum. Þá féll aukinn kostnaður á félagið vegna aukinna þrifa á vöruhúsi og kaupa á andlitsgrímum og hlífðarbúnaði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Gengismunur hafði jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu Fram kemur í ársreikningi Costco á Íslandi að vegna breytinga á gengi krónu gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal hafi gengishagnaður aukist um 114 milljónir króna milli rekstrarára og numið 421,6 milljónum króna. Hafði það jákvæð áhrif á hagnað félagsins fyrir skatta. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður vegna tímabilsins. Verslun Costco Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Hagnaður jókst milli ára og var 416,8 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Í skýrslu stjórnenda segir að koma Costco á íslenskan markað hafi verið árangursrík og markmiðið sé að stækka enn frekar. Hagnaður fyrir skatta nam 575 milljónum króna og jókst úr 535 milljónum. Framlegð nam 2,9 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Fram kemur í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra að heimsfaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á rekstur Costco og sérstaklega á seinni helming rekstrarársins sem náði frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Eldsneytissala minnkaði Vegna sóttvarnatakmarkana var talsverð lækkun í sölu á bensíni og ferðatengdum vörum á tímabilinu. Þá drógust tekjur af veitingasölu saman þegar viðskiptavinir máttu ekki borða á staðnum. „Þessar lækkanir voru hins vegar bættar upp með meiri sölu á matvöru og öðrum vöruflokkum þegar viðskiptavinir okkar höfðu aðlagað sig að aðstæðum. Við sáum jafnframt mikla aukningu á sölu sótthreinsiefna, andlitsgríma og lyfja,“ segir í ársreikningi. Aukin sala í matvöru og öðrum vöruflokkum bætti upp samdrátt í eldsneytissölu. Vísir/Hanna Með teknu tilliti til erfiðra aðstæðna á seinni hluta rekstrarársins segjast stjórnendur vera ánægðir með 3,7 prósent hækkun sölu á árinu. Á sama tíma hækkaði launakostnaður og annar rekstrarkostnaður milli ára þar sem starfsmönnum var greitt aukalega fyrir framlag þeirra við erfiðar aðstæður í faraldrinum. Þá féll aukinn kostnaður á félagið vegna aukinna þrifa á vöruhúsi og kaupa á andlitsgrímum og hlífðarbúnaði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Gengismunur hafði jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu Fram kemur í ársreikningi Costco á Íslandi að vegna breytinga á gengi krónu gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal hafi gengishagnaður aukist um 114 milljónir króna milli rekstrarára og numið 421,6 milljónum króna. Hafði það jákvæð áhrif á hagnað félagsins fyrir skatta. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður vegna tímabilsins.
Verslun Costco Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent