Viðskipti innlent

Ráðinn sjóð­stjóri Kríu

Atli Ísleifsson skrifar
Sæmundur K. Finnbogason.
Sæmundur K. Finnbogason. Aðsend

Sæmundur K. Finnbogason hefur verið ráðinn til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Hann mun starfa sem sjóðstjóri Kríu, sem er nýr sprota- og nýsköpunarsjóður sem hefur það að markmiði að stuðla að uppbyggingu fjármögnunarumhverfis sprota-, tækni-, og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Sæmundur hafi undanfarin sjö ár starfað sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og almannatengsla hjá Sendiráði Kanada á Íslandi. 

„Áður starfaði hann við verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu Verðbréfum hf. og sem sérfræðingur hjá embætti sérstaks saksóknara. Hann hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðaviðskipti og fjármál frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í auðlindastjórnun og stefnumótun fyrirtækja frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

Kría er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og heyrir undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hlutverk sjóðsins er að fjárfesta í sérhæfðum fjárfestingarsjóðum, svokölluðum vísisjóðum (e. venture capital funds), sem síðan fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðnum er ætlað að efla fjárfestingarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og er liður í stefnumótun stjórnvalda í málefnum nýsköpunar og í samræmi við Nýsköpunarstefnu. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur umsjón með rekstri og umsýslu Kríu samkvæmt samningi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Kristinn Árni í Northstack formaður stjórnar Kríu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, hefur skipað fyrstu stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs og sett reglugerð svo sjóðurinn geti hafið störf. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi vefritsins Northstack og ráðgjafi, hefur verið skipaður formaður stjórnarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×