Viðskipti innlent

Kristinn Árni í Northstack formaður stjórnar Kríu

Atli Ísleifsson skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í fjármálaáætlun næstu fimm ára er samtals gert ráð fyrir um átta milljörðum króna til fjárfestinga Kríu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í fjármálaáætlun næstu fimm ára er samtals gert ráð fyrir um átta milljörðum króna til fjárfestinga Kríu. Stjórnarráð Íslands

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, hefur skipað fyrstu stjórn Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs og sett reglugerð svo sjóðurinn geti hafið störf. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi vefritsins Northstack og ráðgjafi, hefur verið skipaður formaður stjórnarinnar.

Frá þessu segir í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en stjórnin er skipuð til næstu fjögurra ára. Markmiðið með starfsemi Kríu er sagt vera að færa fjármögnunarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja hér á landi í meira samræmi við umhverfið erlendis og þannig efna samkeppnishæfni íslenskra sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.

Í fjármálaáætlun næstu fimm ára er samtals gert ráð fyrir um átta milljörðum króna til fjárfestinga Kríu, en nýsköpunarsjóður atvinnulífsins mun halda utan um umsýslu Kríu samkvæmt samningi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Stjórnina skipa þau:

  • Ari Helgason, fjárfestir
  • Eva Halldórsdóttir, lögmaður
  • Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
  • Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi Northstack og ráðgjafi, formaður stjórnar
  • Pétur Már Halldórsson, forstjóri Nox Medical

„Kría – sprota- og nýsköpunarsjóður var stofnaður með lögum nr. 65/2020. Sjóðurinn er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og heyrir undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hlutverk Kríu er að fjárfesta í sérhæfðum fjárfestingarsjóðum svokölluðum vísisjóðum (e. venture capital funds) sem sjálfir fjárfesta í nýskapandi sprotafyrirtækjum. Tilgangur með stofnun Kríu er að efla fjárfestingarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og er liður í stefnumótun stjórnvalda í málefnum nýsköpunar og í samræmi við Nýsköpunarstefnu,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,71
6
16.791
VIS
1,53
9
300.468
REITIR
1,21
5
111.540
SJOVA
1,09
8
81.238
FESTI
0,93
6
457.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,82
8
9.870
KVIKA
-1,48
20
452.744
ICEAIR
-1,47
14
9.616
SYN
-0,78
5
70.590
ICESEA
-0,66
4
5.955
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.