Viðskipti innlent

Tvær hóp­upp­sagnir í ágúst

Eiður Þór Árnason skrifar
Tilkynning hefur borist um fimm hópuppsagnir síðustu þrjá mánuði. 
Tilkynning hefur borist um fimm hópuppsagnir síðustu þrjá mánuði.  Vísir/Vilhelm

Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum.

52 þeirra voru í sjávarútvegi þar sem gert er ráð fyrir endurráðningu og þrettán í sérfræði-, tækni- og vísindalegri starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar en ekki er gefið upp hvaða vinnuveitendur um ræðir. Uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu október til desember næstkomandi.

Tilkynning barst um eina hópuppsögn í júlí þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum. Þá misstu 62 starfið í tveimur hópuppsögnum í júní.

Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkaði umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Ekki hafa verið birtar atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur.

Samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar telst hópuppsögn til uppsagna á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti tíu starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21 til 99 í vinnu, minnst tíu prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100 til 299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.


Tengdar fréttir

Tvær hóp­upp­sagnir í júní

Tvær hóp­upp­sagnir bárust Vinnu­mála­stofnun í júní þar sem 62 starfs­mönnum var sagt upp störfum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.