Viðskipti innlent

Árs­reikningum skilað fyrr og betur

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir hafa setið sveittir síðustu daga við að leggja lokahönd á skil ársreikninga. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fjölmargir hafa setið sveittir síðustu daga við að leggja lokahönd á skil ársreikninga. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Alls hafði 16.290 ársreikningum verið skilað til ársreikningaskrár fyrir reikningsárið 2020 á fimmtudaginn í síðustu viku. Á sama tíma á síðasta ári hafði 15.504 ársreikningum skilað til ársreikningaskrár og jafngildir þetta því fjölgun á skiluðum ársreikningum um fimm prósent milli ára.

Þetta kemur fram í samantekt á vef Creditinfo. Þar segir að frá janúar til júlí megi greina þónokkra hlutfallslega aukningu í uppsöfnuðum fjölda reikninga 55 prósent í febrúar, 31 prósent í apríl, 14 prósent í júlí, en í ágúst er uppsöfnuð aukning í fjölda komin niður í 9 prósent.

„Samkvæmt lögum um ársreikninga ber félögum að skila ársreikningi eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Þar sem flest félög hafa uppgjörstímabil frá janúar til desember er skilafresturinn í flestum tilvikum 31. ágúst á hverju ári. Skili félög ekki innan þess tímaramma þurfa þau að greiða sekt að upphæð 600.000 krónum.

Mánaðarleg aukning fram að ágúst er meiri en svo að hún verið útskýrð með fjölgun nýstofnaðra fyrirtækja sem hafa skilað sínum fyrsta ársreikningi fyrir reikningsárið 2020. Um 800 ný félög höfðu skilað ársreikningi fyrir reikningsárið 2020 um miðjan ágúst. Því er útlit fyrir að fleiri íslensk fyrirtæki séu farin að skila ársreikningum tímanlega en áður,“ segir á síðu Creditinfo.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,17
30
1.117.086
SYN
0,75
16
199.474
KVIKA
0,4
33
1.407.803
LEQ
0,17
3
31.111
BRIM
0
7
2.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,38
39
617.904
ICESEA
-1,95
5
43.538
ARION
-1,61
38
527.786
ICEAIR
-1,52
32
40.936
ORIGO
-1,44
13
187.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.