Viðskipti innlent

Stuðnings­aðili óskar eftir sam­tali við KSÍ vegna frétta síðustu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Coca-Cola á Íslandi lýsir í tilkynningu yfir þungum áhyggjum af stöðu KSÍ í íslensku samfélagi.
Coca-Cola á Íslandi lýsir í tilkynningu yfir þungum áhyggjum af stöðu KSÍ í íslensku samfélagi. Vísir/Vilhelm

Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá CCEP, en mbl greindi fyrst frá málinu. Málið snýr að viðbrögðum starfsmanna KSÍ vegna kynferðisbrots leikmanns karlalandsliðsins sem leiddi meðal annars til afsagnar Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, í gær.

Í tilkynningu CCEP segir að síðustu áratugi hafi Coca-Cola á Íslandi verið stoltur stuðningsaðili íslenskrar knattspyrnu í gegnum grasrótarstarf íþróttafélaga og samstarf við Knattspyrnusamband Ísland. Coca-Cola á Íslandi hafi stutt við starf sambandsins gagnvart öllum aldurshópum og kynjum.

„Vegna frétta síðustu daga sjáum við ástæðu til að lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu þessa stærsta íþróttasambands í íslensku samfélagi.

Coca-Cola á Íslandi hefur sent bréf þess efnis til KSÍ þar sem óskað er eftir samtali um þessi mál og kynningu á aðgerðaáætlun KSÍ í þessum málaflokki.

Vonandi auðnast KSÍ að vinna úr þessum málum til að auka janfrétti, útrýma ofbeldi og skapa þannig bjarta framtíð fyrir íslenska knattspyrnu með það að leiðarljósi efla sjálfstraust og hæfni ungs fólks til framtíðar í gegnum knattspyrnuna,“ segir í tilkynningu CCEP.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×