Viðskipti innlent

Ráðinn við­skipta­þróunar­stjóri hjá Datera

Atli Ísleifsson skrifar
Hjalti Már Einarsson.
Hjalti Már Einarsson. Datera

Datera hefur ráðið til sín Hjalta Má Einarsson sem viðskiptaþróunarstjóra og hefur hann þegar hafið störf.

Í tilkynningu kemur fram að Hjalti hafi verið viðloðandi vefmál og stafræna markaðssetningu í yfir tuttugu ár.

„Hjalti kemur frá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Visitor en þar hefur hann starfað síðustu 12 ár sem forstöðumaður markaðssviðs og setið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hjalti leiddi markaðssetningu og vefmál fyrirtækisins, tók þátt í uppbyggingu vörumerkisins á alþjóðamarkaði og tók virkan þátt í vexti þess á alþjóðavísu.

Hjalti er með MS gráðu í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum frá IT Universitetet í Kaupmannahöfn og Bachelor-gráðu í stjórnun og framleiðslu miðla frá Den Grafiske Höjskole í Kaupmannahöfn. Hjalti hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, í faghópi vefstjórnenda hjá SKÝ og í stjórn körfuknattleiksdeildar KR.“

Datera sérhæfir sig í ráðgjöf í gagnadrifinni stafrænni markaðssetningu og birtingum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.