Viðskipti innlent

Út­gjöld vegna ferða­laga er­lendis jukust um 59 prósent

Eiður Þór Árnason skrifar
Seinustu tólf mánuði var vöru- og þjónustujöfnuðurinn neikvæður um 60,8 milljarða króna en var jákvæður um 85,9 milljarða tólf mánuðina þar á undan.
Seinustu tólf mánuði var vöru- og þjónustujöfnuðurinn neikvæður um 60,8 milljarða króna en var jákvæður um 85,9 milljarða tólf mánuðina þar á undan. Vísir/vilhelm

Þjónustujöfnuður var jákvæður um 25,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi og batnar verulega milli ára samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust verulega milli ára eða um 19,3 milljarða. Á sama tíma jukust útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis um 5,7 milljarða.

Þjónustuútflutningur var áætlaður 103,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi 2021 og þjónustuinnflutningur 78,1 milljarður. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var þjónustujöfnuður jákvæður um 63,6 milljarða króna en var jákvæður um 193,9 milljarða seinustu tólf mánuði þar á undan.

Aukning í tekjum af samgöngum

Verðmæti þjónustuútflutnings á öðrum ársfjórðungi jókst um 36 milljarða króna, eða um 54%, frá öðrum ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Auk vaxtar í útflutningstekjum af ferðalögum jukust tekjur af samgöngum og flutningum um 4,5 milljarða milli ára eða sem nemur um 23%.

Sömu sögu er að segja af útflutningstekjum af annarri viðskiptaþjónustu sem jukust um 44% og útflutningstekjum af tekjum vegna notkunar hugverka sem jukust um 51% miðað við annan ársfjórðung 2020. Að sögn Hagstofunnar skýrast vaxandi útflutningstekjur vegna notkunar hugverka af vaxandi tekjum í lyfjaiðnaði.

Verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021 var 362,4 milljarðar króna og minnkaði um 214,8 milljarða miðað við sama tímabil árið áður eða um 37% á gengi hvors árs.

Þar vó þyngst samdráttur í útflutningstekjum af ferðalögum, um 71%, og í útflutningstekjum af samgöngum, um 49%.

Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga jukust

Verðmæti þjónustuinnflutnings á öðrum ársfjórðungi jókst um 13 milljarða króna, eða um 20%, frá öðrum ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis jukust um 5,7 milljarða, eða um 59%, samanborið við annan ársfjórðung 2020.

Útgjöld vegna samgangna og flutninga jukust einnig nokkuð á milli ára, um 3,3 milljarða eða 23%. Sömu sögu er að segja af þjónustuinnflutningi á annarri viðskiptaþjónustu sem jókst um 2,5 milljarða eða 16%.

Verðmæti þjónustuinnflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var 298,7 milljarðar og minnkaði um 84,6 milljarða króna miðað við sama tímabil árið áður eða um 22% á gengi hvors árs. Vó þar þyngst að útgjöld Íslendinga á ferðalögum erlendis drógust saman um 61% á umræddu tólf mánaða tímabili. Útgjöld vegna samgangna og flutninga drógust svo saman um 18% á meðan þjónustuinnflutningur á annarri viðskiptaþjónustu jókst um 14%.

Seinustu tólf mánuði var vöru- og þjónustujöfnuðurinn neikvæður um 60,8 milljarða króna en var jákvæður um 85,9 milljarða tólf mánuðina þar á undan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,54
93
480.650
BRIM
0,66
6
85.234
ISB
0,65
24
18.425
SKEL
0,65
3
46.782
REGINN
0,61
2
10.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,7
2
36.979
EIM
-0,69
5
2.865
SJOVA
-0,53
3
27.749
MAREL
-0,49
33
449.126
FESTI
-0,43
3
33.448
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.