Útgjöld vegna ferðalaga erlendis jukust um 59 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2021 11:28 Seinustu tólf mánuði var vöru- og þjónustujöfnuðurinn neikvæður um 60,8 milljarða króna en var jákvæður um 85,9 milljarða tólf mánuðina þar á undan. Vísir/vilhelm Þjónustujöfnuður var jákvæður um 25,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi og batnar verulega milli ára samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust verulega milli ára eða um 19,3 milljarða. Á sama tíma jukust útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis um 5,7 milljarða. Þjónustuútflutningur var áætlaður 103,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi 2021 og þjónustuinnflutningur 78,1 milljarður. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var þjónustujöfnuður jákvæður um 63,6 milljarða króna en var jákvæður um 193,9 milljarða seinustu tólf mánuði þar á undan. Aukning í tekjum af samgöngum Verðmæti þjónustuútflutnings á öðrum ársfjórðungi jókst um 36 milljarða króna, eða um 54%, frá öðrum ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Auk vaxtar í útflutningstekjum af ferðalögum jukust tekjur af samgöngum og flutningum um 4,5 milljarða milli ára eða sem nemur um 23%. Sömu sögu er að segja af útflutningstekjum af annarri viðskiptaþjónustu sem jukust um 44% og útflutningstekjum af tekjum vegna notkunar hugverka sem jukust um 51% miðað við annan ársfjórðung 2020. Að sögn Hagstofunnar skýrast vaxandi útflutningstekjur vegna notkunar hugverka af vaxandi tekjum í lyfjaiðnaði. Verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021 var 362,4 milljarðar króna og minnkaði um 214,8 milljarða miðað við sama tímabil árið áður eða um 37% á gengi hvors árs. Þar vó þyngst samdráttur í útflutningstekjum af ferðalögum, um 71%, og í útflutningstekjum af samgöngum, um 49%. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga jukust Verðmæti þjónustuinnflutnings á öðrum ársfjórðungi jókst um 13 milljarða króna, eða um 20%, frá öðrum ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis jukust um 5,7 milljarða, eða um 59%, samanborið við annan ársfjórðung 2020. Útgjöld vegna samgangna og flutninga jukust einnig nokkuð á milli ára, um 3,3 milljarða eða 23%. Sömu sögu er að segja af þjónustuinnflutningi á annarri viðskiptaþjónustu sem jókst um 2,5 milljarða eða 16%. Verðmæti þjónustuinnflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var 298,7 milljarðar og minnkaði um 84,6 milljarða króna miðað við sama tímabil árið áður eða um 22% á gengi hvors árs. Vó þar þyngst að útgjöld Íslendinga á ferðalögum erlendis drógust saman um 61% á umræddu tólf mánaða tímabili. Útgjöld vegna samgangna og flutninga drógust svo saman um 18% á meðan þjónustuinnflutningur á annarri viðskiptaþjónustu jókst um 14%. Seinustu tólf mánuði var vöru- og þjónustujöfnuðurinn neikvæður um 60,8 milljarða króna en var jákvæður um 85,9 milljarða tólf mánuðina þar á undan. Efnahagsmál Ferðalög Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Þjónustuútflutningur var áætlaður 103,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi 2021 og þjónustuinnflutningur 78,1 milljarður. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var þjónustujöfnuður jákvæður um 63,6 milljarða króna en var jákvæður um 193,9 milljarða seinustu tólf mánuði þar á undan. Aukning í tekjum af samgöngum Verðmæti þjónustuútflutnings á öðrum ársfjórðungi jókst um 36 milljarða króna, eða um 54%, frá öðrum ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Auk vaxtar í útflutningstekjum af ferðalögum jukust tekjur af samgöngum og flutningum um 4,5 milljarða milli ára eða sem nemur um 23%. Sömu sögu er að segja af útflutningstekjum af annarri viðskiptaþjónustu sem jukust um 44% og útflutningstekjum af tekjum vegna notkunar hugverka sem jukust um 51% miðað við annan ársfjórðung 2020. Að sögn Hagstofunnar skýrast vaxandi útflutningstekjur vegna notkunar hugverka af vaxandi tekjum í lyfjaiðnaði. Verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021 var 362,4 milljarðar króna og minnkaði um 214,8 milljarða miðað við sama tímabil árið áður eða um 37% á gengi hvors árs. Þar vó þyngst samdráttur í útflutningstekjum af ferðalögum, um 71%, og í útflutningstekjum af samgöngum, um 49%. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga jukust Verðmæti þjónustuinnflutnings á öðrum ársfjórðungi jókst um 13 milljarða króna, eða um 20%, frá öðrum ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis jukust um 5,7 milljarða, eða um 59%, samanborið við annan ársfjórðung 2020. Útgjöld vegna samgangna og flutninga jukust einnig nokkuð á milli ára, um 3,3 milljarða eða 23%. Sömu sögu er að segja af þjónustuinnflutningi á annarri viðskiptaþjónustu sem jókst um 2,5 milljarða eða 16%. Verðmæti þjónustuinnflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var 298,7 milljarðar og minnkaði um 84,6 milljarða króna miðað við sama tímabil árið áður eða um 22% á gengi hvors árs. Vó þar þyngst að útgjöld Íslendinga á ferðalögum erlendis drógust saman um 61% á umræddu tólf mánaða tímabili. Útgjöld vegna samgangna og flutninga drógust svo saman um 18% á meðan þjónustuinnflutningur á annarri viðskiptaþjónustu jókst um 14%. Seinustu tólf mánuði var vöru- og þjónustujöfnuðurinn neikvæður um 60,8 milljarða króna en var jákvæður um 85,9 milljarða tólf mánuðina þar á undan.
Efnahagsmál Ferðalög Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira