Viðskipti innlent

Frá Rauða krossinum til Við­skipta­ráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnlaugur Bragi Björnsson.
Gunnlaugur Bragi Björnsson. Viðskiptaráð

Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði Íslands þar sem hann mun annast samskipta- og miðlunarmál ráðsins.

Í tilkynningu á vef Viðskiptaráðs segir að áður en Gunnlaugur Bragi hóf störf hjá Rauða krossinum á Íslandi hafi hann starfað á samskiptasviði hugbúnaðarfyrirtækisins Milestone Systems í Kaupmannahöfn.

„Á árunum 2013-2018 vann Gunnlaugur hjá Arion banka og sinnti þar ýmsum sérfræðistörfum, m.a. við þjónustustjórnun, stafræna þróun og á samskiptasviði. Þá hefur Gunnlaugur verið virkur í félagsstörfum en hann sat m.a. í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík um sjö ára skeið, fyrst sem gjaldkeri en síðar sem formaður.

Gunnlaugur Bragi er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði meistaranám í stjórnunar- og leiðtogafræðum við Hróarskelduháskóla,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×