Golf

Wyndham meistaramótið: Henley leiðir enn

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Russell Henley leiðir eftir þrjá hringi á mótinu
Russell Henley leiðir eftir þrjá hringi á mótinu AP Photo/Chris Seward

Russell Henley er í forystunni á Wyndham meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi eftir þrjá hringi. Henley hefur leitt mótið svo gott sem frá upphafi en hann hefur leikið frábært golf alla þrjá dagana hingað til. 

Henley sem hefur leitt mótið frá fyrsta degi er með þriggja högga forystu á Tyler McCumber þegar að einn dagur er eftir. Henley hefur hingað til leikið á 15 höggum undir pari en McCumber á 12 höggum undir pari. Henley hefur átt flotta þrjá daga þar sem hann hefur skorað 62-64-69. Það er þó ekki langt í næstu kylfinga á eftir þeim Henley og McCumber en það eru heilir sex kylfingar sem eru ellefu höggum undir pari.

Henley sem er 32 ára hefur sigrað þrisvar sinnum á PGA mótaröðinni en hefur best náð ellefta sæti á stórmóti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.