Viðskipti innlent

Velta er­lendra korta hátt í tvö­faldaðist milli mánaða

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikil aukning hefur verið í fjölda erlendra ferðamanna á þessu ári.
Mikil aukning hefur verið í fjölda erlendra ferðamanna á þessu ári. Vísir/Vilhelm

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi nam 23,7 milljörðum króna í júlí. Það er 14 milljarða hækkun frá sama mánuði í fyrra eða sem nemur 144 prósent aukningu. Jókst erlend velta um 11 milljarða á milli júní og júlí 2021 eða um 87 prósent.

Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 101,9 milljörðum króna í júlí sem jafngildir 4,3 prósent hækkun frá fyrra ári. Veltan skiptist þannig að velta debetkorta nam 49,6 milljörðum króna og velta kreditkorta nam 52,3 milljörðum króna. Meðalvelta á dag var 3,28 milljarðar króna sem jafngildir hækkun um 0,9 prósent frá fyrri mánuði.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabanka Íslands sem eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum.

Velta innlendra greiðslukorta í verslunum nam 85,6 milljörðum króna innanlands í júlí 2021. Það er hækkun um 4,3 milljarða milli ára. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 13,8 milljörðum króna. Það er hækkun um 2,2 milljarða króna milli mánaða og 5,2 milljarða frá hærri velta um 5,2 milljarða króna frá fyrra ári.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.