Viðskipti innlent

Verð Ís­lands­banka komið 55 prósent yfir út­boðsgengi eftir hækkun dagsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Íslenska ríkið seldi nýverið 35 prósenta hlut í bankanum. Hann var áður alfarið í eigu ríkisins. 
Íslenska ríkið seldi nýverið 35 prósenta hlut í bankanum. Hann var áður alfarið í eigu ríkisins.  Vísir/Vilhelm

Gengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,15 prósent í viðskiptum dagsins og stóð í 122,5 krónum á hlut við lokun Kauphallar. Við opnun markaða í dag var verðið 116,5 krónur en viðskipti með bréfin námu 894,6 milljónum króna.

Virði bréfanna hefur nú hækkað um 55,1 prósent frá því að hlutafjárútboð bankans fór fram í júní. Þá var útboðsgengið 79 krónur á hlut.

Miklar hækkanir hafa verið á bréfum í Íslandsbanka en einungis átta dögum eftir útboðið hafði virði þeirra hækkað um 37 prósent frá útboðsgengi. Markaðsvirði Íslandsbanka er nú komið í 245 milljarða króna.

Meirihluti félaga í Kauphöllinni hækkuðu í viðskiptum dagsins en næst á eftir Íslandsbanka komu fasteignafélögin Reginn með 3,37 prósent hækkun og Reitir með 2,60 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,64 prósent.


Tengdar fréttir

Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp

Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum.

Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka

Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×