Ásthildur er nýr stjórnarformaður Kaptio Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 09:38 Ásthildur Otharsdóttir. Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Hún tekur við af Eggerti Claessen sem hefur verið formaður frá 2016. Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Kaptio var stofnað árið 2012 og er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviðið bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Það er með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsemi í Bretlandi, Kanada og víðar. Hjá Kaptio starfa um fimmtíu manns. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að viðskiptavinir Kaptio séu alþjóðleg fyrirtæki í ferðaþjónustu og síðastliðin ári hafi félagið verið í hröðum vexti. Þar segir ennfremur að Ásthildur bættist nýverið í hóp eiganda Frumtaks Ventures en var áður stjórnarformaður félagsins og vísisjóðsins Frumtaks II sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaptio. Hún er stjórnarformaður hjá Controlant og hefur setið í stjórnum ýmissa félaga, meðal annars Marel undanfarin ellefu ár og þar af síðustu átta árin sem stjórnarformaður. Þar hafi hún tekið þátt í örum vexti og uppbyggingu félagsins á alþjóðavísu og skráningu þess á Euronext í Amsterdam. Einnig sat Ásthildur í stjórn Icelandair Group í 7 ár. Áður leiddi hún viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjarstýringu og tók þátt í skráningu félagsins á NASDAQ í Kaupmannahöfn. „Ég hlakka til að takast á við spennandi tækifæri og áskoranir með frábæru teymi hjá Kaptio. Fyrirtækið hefur byggt upp mjög áhugaverðar lausnir fyrir framsýn fyrirtæki í ferðaþjónustu og á sterkan viðskiptavinahóp. Félagið er auk þess með metnaðarfullar áætlanir um að sækja fram í þessum geira. Ferðaþjónustan er að taka við sér og ég sé mikil tækifæri í því að byggja upp sterkt alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem er leiðandi í þeirri stafrænu umbreytingu sem á sér nú stað í ferðaþjónustunni“, segir Ásthildur Otharsdóttir, nýr stjórnarformaður Kaptio, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einnig haft eftir Viðari Svanssyni, framkvæmdastjóra, að reynsla Ásthildar af uppbyggingu og rekstri alþjóðlegra vaxtafyrirtækja muni reyndast gríðarlega verðmæt fyrir Kaptio. „Félagið er í undirbúningi fyrir næsta vaxtarfasa eftir að markaðir opnast og er því mikill fengur að fá Ásthildi til að leiða stjórn félagsins á þessum tímapunkti“, segir Viðar Svansson, framkvæmdastjóri Kaptio. Aðrir stjórnarmenn eru stofnendur Kaptio þeir Arnar Laufdal Ólafsson og Ragnar Fjölnisson auk Arnar Viðars Skúlasonar, fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði og Smára R. Þorvaldssonar, ráðgjafa. Vistaskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Kaptio var stofnað árið 2012 og er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviðið bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Það er með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsemi í Bretlandi, Kanada og víðar. Hjá Kaptio starfa um fimmtíu manns. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að viðskiptavinir Kaptio séu alþjóðleg fyrirtæki í ferðaþjónustu og síðastliðin ári hafi félagið verið í hröðum vexti. Þar segir ennfremur að Ásthildur bættist nýverið í hóp eiganda Frumtaks Ventures en var áður stjórnarformaður félagsins og vísisjóðsins Frumtaks II sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaptio. Hún er stjórnarformaður hjá Controlant og hefur setið í stjórnum ýmissa félaga, meðal annars Marel undanfarin ellefu ár og þar af síðustu átta árin sem stjórnarformaður. Þar hafi hún tekið þátt í örum vexti og uppbyggingu félagsins á alþjóðavísu og skráningu þess á Euronext í Amsterdam. Einnig sat Ásthildur í stjórn Icelandair Group í 7 ár. Áður leiddi hún viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjarstýringu og tók þátt í skráningu félagsins á NASDAQ í Kaupmannahöfn. „Ég hlakka til að takast á við spennandi tækifæri og áskoranir með frábæru teymi hjá Kaptio. Fyrirtækið hefur byggt upp mjög áhugaverðar lausnir fyrir framsýn fyrirtæki í ferðaþjónustu og á sterkan viðskiptavinahóp. Félagið er auk þess með metnaðarfullar áætlanir um að sækja fram í þessum geira. Ferðaþjónustan er að taka við sér og ég sé mikil tækifæri í því að byggja upp sterkt alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem er leiðandi í þeirri stafrænu umbreytingu sem á sér nú stað í ferðaþjónustunni“, segir Ásthildur Otharsdóttir, nýr stjórnarformaður Kaptio, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einnig haft eftir Viðari Svanssyni, framkvæmdastjóra, að reynsla Ásthildar af uppbyggingu og rekstri alþjóðlegra vaxtafyrirtækja muni reyndast gríðarlega verðmæt fyrir Kaptio. „Félagið er í undirbúningi fyrir næsta vaxtarfasa eftir að markaðir opnast og er því mikill fengur að fá Ásthildi til að leiða stjórn félagsins á þessum tímapunkti“, segir Viðar Svansson, framkvæmdastjóri Kaptio. Aðrir stjórnarmenn eru stofnendur Kaptio þeir Arnar Laufdal Ólafsson og Ragnar Fjölnisson auk Arnar Viðars Skúlasonar, fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði og Smára R. Þorvaldssonar, ráðgjafa.
Vistaskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira