Viðskipti innlent

Ásthildur er nýr stjórnarformaður Kaptio

Samúel Karl Ólason skrifar
Ásthildur Otharsdóttir.
Ásthildur Otharsdóttir.

Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Hún tekur við af Eggerti Claessen sem hefur verið formaður frá 2016. Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu.

Kaptio var stofnað árið 2012 og er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviðið bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Það er með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsemi í Bretlandi, Kanada og víðar. Hjá Kaptio starfa um fimmtíu manns.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að viðskiptavinir Kaptio séu alþjóðleg fyrirtæki í ferðaþjónustu og síðastliðin ári hafi félagið verið í hröðum vexti.

Þar segir ennfremur að Ásthildur bættist nýverið í hóp eiganda Frumtaks Ventures en var áður stjórnarformaður félagsins og vísisjóðsins Frumtaks II sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaptio. Hún er stjórnarformaður hjá Controlant og hefur setið í stjórnum ýmissa félaga, meðal annars Marel undanfarin ellefu ár og þar af síðustu átta árin sem stjórnarformaður.

Þar hafi hún tekið þátt í örum vexti og uppbyggingu félagsins á alþjóðavísu og skráningu þess á Euronext í Amsterdam. Einnig sat Ásthildur í stjórn Icelandair Group í 7 ár. Áður leiddi hún viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjarstýringu og tók þátt í skráningu félagsins á NASDAQ í Kaupmannahöfn.

„Ég hlakka til að takast á við spennandi tækifæri og áskoranir með frábæru teymi hjá Kaptio. Fyrirtækið hefur byggt upp mjög áhugaverðar lausnir fyrir framsýn fyrirtæki í ferðaþjónustu og á sterkan viðskiptavinahóp. Félagið er auk þess með metnaðarfullar áætlanir um að sækja fram í þessum geira. Ferðaþjónustan er að taka við sér og ég sé mikil tækifæri í því að byggja upp sterkt alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem er leiðandi í þeirri stafrænu umbreytingu sem á sér nú stað í ferðaþjónustunni“, segir Ásthildur Otharsdóttir, nýr stjórnarformaður Kaptio, í áðurnefndri tilkynningu.

Þar er einnig haft eftir Viðari Svanssyni, framkvæmdastjóra, að reynsla Ásthildar af uppbyggingu og rekstri alþjóðlegra vaxtafyrirtækja muni reyndast gríðarlega verðmæt fyrir Kaptio.

„Félagið er í undirbúningi fyrir næsta vaxtarfasa eftir að markaðir opnast og er því mikill fengur að fá Ásthildi til að leiða stjórn félagsins á þessum tímapunkti“, segir Viðar Svansson, framkvæmdastjóri Kaptio.

Aðrir stjórnarmenn eru stofnendur Kaptio þeir Arnar Laufdal Ólafsson og Ragnar Fjölnisson auk Arnar Viðars Skúlasonar, fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði og Smára R. Þorvaldssonar, ráðgjafa.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,44
8
20.516
SYN
0,87
10
87.538
KVIKA
0,75
29
431.957
REGINN
0,68
3
16.500
SVN
0,45
21
87.385

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,85
11
59.252
ICESEA
-1,85
6
13.772
MAREL
-1,71
26
345.126
SIMINN
-1,63
60
367.415
LEQ
-1,6
1
729
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.