Körfubolti

Valskonur kynna nýjan Kana sem var í WNBA til leiks

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ameryst Alston hér til hægri.
Ameryst Alston hér til hægri. vísir/Getty

Bandaríska körfuboltakonan Ameryst Alston mun leika með Val í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð.

Ameryst er 27 ára gömul og hefur komið víða við á ferli sínum.

Hún komst inn í WNBA deildin að loknu háskólanámi í Bandaríkjunum en spilaði þó aðeins þrjá leiki í WNBA.

Síðast lék hún með Winterthur í svissnesku úrvalsdeildinni en hún hefur einnig leikið á Spáni og í Finnlandi að því er kemur fram í tilkynningu Vals.

Keppni í Dominos deild kvenna hefst þann 6.október næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.