Þarf fleiri miðaldra karlmenn á Alþingi? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 26. júlí 2021 07:01 Hvað fær miðaldra karlmann til þess að bjóða sig fram til Alþingis? Erum við ekki nú þegar nógu margir í efstu lögum samfélagsins? Ástæðurnar fyrir framboðum miðaldra karla eru að líkindum mismunandi enda erum við blessunarlega fjölbreyttur hópur, þrátt fyrir fábreytt kynferði og aldursbil. Eftir að hafa starfað um áratuga skeið um allan heim, með fjölmörgu fjölbreyttu fólki við krefjandi aðstæður, langar þennan miðaldra karl einfaldlega að láta gott af sér leiða: Uppbygging Framundan er uppbygging eftir óvænt áfall. Í gegnum störf mín undanfarna áratugi hef ég stýrt viðbrögðum við mörgum af stærstu krísum heims; eins og eftir flóð, jarðskjálfta, fellibylji og Ebólu. Nú stöndum við frammi fyrir tveimur af stærstu krísum seinni tíma, heimsfaraldri og loftslagsvá. Frábært viðbragð sérfræðinganna við heimsfaraldrinum líður fyrir hið pólitíska viðbragð, sem hefur einkennst af því að slá öllu á frest. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, því að viðbragð stjórnmálamanna við loftslagsvá hefur einnig einkennst af því að slá öllum alvöru viðbrögðum á frest. Sem reyndur krísustjórnandi get ég fullyrt að það að stinga höfðinu í sandinn og vona að allt fari á besta veg hefur aldrei virkað. Ég vil ekki að börnin mín og barnabörn þurfi að líða fyrir aðgerðaleysi minnar kynslóðar. Ungt fólk Sem fimm barna faðir þá eru málefni ungs fólks mér ansi kær. Þau lifa á miklum breytingatímum, en samt eru þeir innviðir samfélagsins sem eiga að styðja ungt fólk hannaðir og stjórnað af kynslóðum sem bera ekki skilning á samfélagi nútímans. Handan við hornið er aukin sjálfvirkni- og hnattvæðing sem mun ekki aðeins hafa áhrif á gerð starfa heldur jafnframt staðsetningu þeirra. Ef við viljum ekki glutra niður mikilvægu tækifæri er nauðsynlegt að uppfæra mennta- og stuðningskerfin okkar, fyrr en síðar. Við þurfum að hætta að vera hrædd við framtíðina, grípa gæsina og búa okkur undir breytingarnar sem fram undan eru. Unga fólkið okkar á tækifærin skilið. Eldra fólk Við sem eigum foreldra og aðra ættingja sem komnir eru á eftirlaun þurfum að horfast í augu við hvernig farið er með fólkið sem ruddi brautina fyrir okkur. Við höfum jaðarsett eldri kynslóðir, ýmist í fátækt eða óhentugar stofnanir. Það þarf að snúa af þeirri braut, fá eldra fólk aftur að borðinu og koma fram við fullorðið fólk eins og fullorðið fólk. Samfélagið á að styðja það til að lifa lífi sínu eins og það sjálft vill, en sé ekki fast í boðum, bönnum og skerðingum. Hið opinbera á að efla fólk, hvort sem það vill setjast í helgan stein eða hefur ánægju og getu til að vera á vinnumarkaði á efri árum. Framtíð eldra fólks skal vera á þeirra forsendum og til þess þarf að fjölga valmöguleikum þeirra og fækka refsingum. Við sem erum miðaldra í dag munum þakka okkur síðar. Útlendingar Undanfarna áratugi hef ég unnið mikið með fólki á flótta og séð frá fyrstu hendi þær aðstæður sem það er að flýja. Hvort sem það hefur verið í Grikklandi, Kenía eða Haítí þá hefur lærdómurinn verið sá sami: Það leggur enginn á flótta af léttúð. Það er því eins og að fá hnífstungu í hjartað að horfa upp á þá ómannúðlegu meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Í stað þess að styðja þau sem eru búin að flytja hingað á hjara veraldar í leit að betra lífi, þá virðumst við vera tilbúin að gleyma öllu sem heitir mannúð og mannréttindi, bara af því að þau líta ekki út eins og við hin. Við Íslendingar erum fámenn þjóð, samfélag okkar myndi einfaldlega ekki ganga án framlags fólks af erlendum uppruna, og því ættum við miklu frekar að bjóða fólk velkomið sem hingað vill koma í leit að betra lífi. Framtíðin Nýsköpun er orðin að tískuorði stjórnmálafólks. Þó svo að það sé gott og blessað, enda ekki langt síðan frumkvöðlar voru hreinlega litnir hornauga, er ekki sama hvernig að nýsköpun er staðið. Eftir að ég sagði skilið við krísustjórnun og mannúðarstörf fluttist ég í Kísildalinn, þar sem ég aðstoðaði norræna frumkvöðla við að að feta sig í tækniheiminum vestanhafs. Þar fékk ég innsýn í alþjóðlega nýsköpunargeirann, sem bjóða þarf velkominn til Íslands. Tækifæri landsins sem uppspretta hreinnar orku og skapandi mannauðs eru nær endalaus, en til þess að við getum nýtt þau til fullnustu þarf að gera breytingar á styrkja-, skatta-, og fjármögnunarumhverfi nýsköpunar. Breytingar sem Píratar ætla að innleiða, fáum við til þess stuðning. Gefa til baka Það er langt síðan ég áttaði mig á að völd, titlar og persónulegur gróði hafa enga alvöru merkingu í lífinu. Það eina sem skiptir máli er að láta gott af sér leiða og nýta eigin reynslu, þekkingu og sambönd til þess að bæta það samfélag sem við lifum í. Við sem erum í þeirri öfundsverðu aðstöðu að geta gefið af okkur eigum að gera það - og þess vegna býð ég mig fram til Alþingis. Þegar ég tók þá ákvörðun í byrjun árs að gefa kost á mér í þessa vegferð, þá horfði ég til þess hvaða flokkar á Alþingi væru með sömu hugsjón og ég. Ég vildi vinna með fólki úr ólíkum áttum sem að væri tilbúið að finna sameiginlegar lausnir á flóknum vandamálum samfélagsins. Fólki sem vildi sjá bætt vinnubrögð á Alþingi. Fólk sem léti ekki valdagræðgi, spillingu og hagsmunatengsl lita ákvarðanir sínar. Það var því auðveld ákvörðun að bjóða fram krafta mína í annað sætið hjá Pírötum í Suðvesturkjördæmi. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað fær miðaldra karlmann til þess að bjóða sig fram til Alþingis? Erum við ekki nú þegar nógu margir í efstu lögum samfélagsins? Ástæðurnar fyrir framboðum miðaldra karla eru að líkindum mismunandi enda erum við blessunarlega fjölbreyttur hópur, þrátt fyrir fábreytt kynferði og aldursbil. Eftir að hafa starfað um áratuga skeið um allan heim, með fjölmörgu fjölbreyttu fólki við krefjandi aðstæður, langar þennan miðaldra karl einfaldlega að láta gott af sér leiða: Uppbygging Framundan er uppbygging eftir óvænt áfall. Í gegnum störf mín undanfarna áratugi hef ég stýrt viðbrögðum við mörgum af stærstu krísum heims; eins og eftir flóð, jarðskjálfta, fellibylji og Ebólu. Nú stöndum við frammi fyrir tveimur af stærstu krísum seinni tíma, heimsfaraldri og loftslagsvá. Frábært viðbragð sérfræðinganna við heimsfaraldrinum líður fyrir hið pólitíska viðbragð, sem hefur einkennst af því að slá öllu á frest. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, því að viðbragð stjórnmálamanna við loftslagsvá hefur einnig einkennst af því að slá öllum alvöru viðbrögðum á frest. Sem reyndur krísustjórnandi get ég fullyrt að það að stinga höfðinu í sandinn og vona að allt fari á besta veg hefur aldrei virkað. Ég vil ekki að börnin mín og barnabörn þurfi að líða fyrir aðgerðaleysi minnar kynslóðar. Ungt fólk Sem fimm barna faðir þá eru málefni ungs fólks mér ansi kær. Þau lifa á miklum breytingatímum, en samt eru þeir innviðir samfélagsins sem eiga að styðja ungt fólk hannaðir og stjórnað af kynslóðum sem bera ekki skilning á samfélagi nútímans. Handan við hornið er aukin sjálfvirkni- og hnattvæðing sem mun ekki aðeins hafa áhrif á gerð starfa heldur jafnframt staðsetningu þeirra. Ef við viljum ekki glutra niður mikilvægu tækifæri er nauðsynlegt að uppfæra mennta- og stuðningskerfin okkar, fyrr en síðar. Við þurfum að hætta að vera hrædd við framtíðina, grípa gæsina og búa okkur undir breytingarnar sem fram undan eru. Unga fólkið okkar á tækifærin skilið. Eldra fólk Við sem eigum foreldra og aðra ættingja sem komnir eru á eftirlaun þurfum að horfast í augu við hvernig farið er með fólkið sem ruddi brautina fyrir okkur. Við höfum jaðarsett eldri kynslóðir, ýmist í fátækt eða óhentugar stofnanir. Það þarf að snúa af þeirri braut, fá eldra fólk aftur að borðinu og koma fram við fullorðið fólk eins og fullorðið fólk. Samfélagið á að styðja það til að lifa lífi sínu eins og það sjálft vill, en sé ekki fast í boðum, bönnum og skerðingum. Hið opinbera á að efla fólk, hvort sem það vill setjast í helgan stein eða hefur ánægju og getu til að vera á vinnumarkaði á efri árum. Framtíð eldra fólks skal vera á þeirra forsendum og til þess þarf að fjölga valmöguleikum þeirra og fækka refsingum. Við sem erum miðaldra í dag munum þakka okkur síðar. Útlendingar Undanfarna áratugi hef ég unnið mikið með fólki á flótta og séð frá fyrstu hendi þær aðstæður sem það er að flýja. Hvort sem það hefur verið í Grikklandi, Kenía eða Haítí þá hefur lærdómurinn verið sá sami: Það leggur enginn á flótta af léttúð. Það er því eins og að fá hnífstungu í hjartað að horfa upp á þá ómannúðlegu meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Í stað þess að styðja þau sem eru búin að flytja hingað á hjara veraldar í leit að betra lífi, þá virðumst við vera tilbúin að gleyma öllu sem heitir mannúð og mannréttindi, bara af því að þau líta ekki út eins og við hin. Við Íslendingar erum fámenn þjóð, samfélag okkar myndi einfaldlega ekki ganga án framlags fólks af erlendum uppruna, og því ættum við miklu frekar að bjóða fólk velkomið sem hingað vill koma í leit að betra lífi. Framtíðin Nýsköpun er orðin að tískuorði stjórnmálafólks. Þó svo að það sé gott og blessað, enda ekki langt síðan frumkvöðlar voru hreinlega litnir hornauga, er ekki sama hvernig að nýsköpun er staðið. Eftir að ég sagði skilið við krísustjórnun og mannúðarstörf fluttist ég í Kísildalinn, þar sem ég aðstoðaði norræna frumkvöðla við að að feta sig í tækniheiminum vestanhafs. Þar fékk ég innsýn í alþjóðlega nýsköpunargeirann, sem bjóða þarf velkominn til Íslands. Tækifæri landsins sem uppspretta hreinnar orku og skapandi mannauðs eru nær endalaus, en til þess að við getum nýtt þau til fullnustu þarf að gera breytingar á styrkja-, skatta-, og fjármögnunarumhverfi nýsköpunar. Breytingar sem Píratar ætla að innleiða, fáum við til þess stuðning. Gefa til baka Það er langt síðan ég áttaði mig á að völd, titlar og persónulegur gróði hafa enga alvöru merkingu í lífinu. Það eina sem skiptir máli er að láta gott af sér leiða og nýta eigin reynslu, þekkingu og sambönd til þess að bæta það samfélag sem við lifum í. Við sem erum í þeirri öfundsverðu aðstöðu að geta gefið af okkur eigum að gera það - og þess vegna býð ég mig fram til Alþingis. Þegar ég tók þá ákvörðun í byrjun árs að gefa kost á mér í þessa vegferð, þá horfði ég til þess hvaða flokkar á Alþingi væru með sömu hugsjón og ég. Ég vildi vinna með fólki úr ólíkum áttum sem að væri tilbúið að finna sameiginlegar lausnir á flóknum vandamálum samfélagsins. Fólki sem vildi sjá bætt vinnubrögð á Alþingi. Fólk sem léti ekki valdagræðgi, spillingu og hagsmunatengsl lita ákvarðanir sínar. Það var því auðveld ákvörðun að bjóða fram krafta mína í annað sætið hjá Pírötum í Suðvesturkjördæmi. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun