Hörmungarlokakafli skilaði fyrsta tapinu í 17 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 15:15 Durant hefur átt betri leiki. Gregory Shamus/Getty Images Karlalandslið Bandaríkjanna í körfubolta þurfti að þola 83-76 tap fyrir Frakklandi í fyrstu umferð A-riðils á Ólympíuleikunum. Bandaríkin hafa ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan 2004. Bandaríska liðið er skipað eingöngu leikmönnum úr NBA-deildinni vestanhafs, þar á meðal eru Kevin Durant, Jrue Holiday, Damian Lillard, Draymond Green, Khris Middleton og fleiri. Þá þjálfar Gregg Popovich, sem stýrir San Antonio Spurs, liðinu með Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sér til aðstoðar. Bandaríska liðið var sterkara framan af í jöfnum leik liðanna. Átta stiga munur var í hálfleik, 45-37, fyrir Bandaríkin. Frakkar voru sterkari í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 11 stigum Bandaríkjanna og voru því 62-56 yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. USA s Men s Basketball just lost in the Olympics for the first time since 2004 and honestly they were beat by a better team. the days of just showing up and running pickup and having the other team ask for pictures after getting waxed by 40 is over.— Rob Perez (@WorldWideWob) July 25, 2021 Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig og voru með öll völd framan af fjórða leikhlutanum, liðið skoraði 18 stig gegn fimm, og var með 74-67 forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Þá hrundi hins vegar leikur liðsins, Frakkar gengu á lagið og skoruðu 16 af síðustu 18 stigum leiksins. Frakkar unnu því frækinn 83-76 sigur á stjörnum prýddu liði Bandaríkjanna sem hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan í Aþenu árið 2004. Evan Fournier, leikmaður Boston Celtics, fór mikinn fyrir Frakka og skoraði 28 stig í leiknum. Félagi hans Rudy Gobert, úr Utah Jazz, skoraði 14 stig og tók níu fráköst. Jrue Holiday var atkvæðamestur Bandaríkjamanna með 18 stig. Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu; tólf sti og tíu fráköst, Kevin Durant gerði tíu stig og Damian Lillard skoraði ellefu. Sigrar hjá Ítalíu, Tékklandi og Ástralíu Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í dag. Tékkland vann Íran með sex stiga mun, 84-78, í A-riðlinum. Bandaríkin eru því á botni riðilsins með eitt stig, líkt og Íran, en Frakkar og Tékkar eru með tvö. Í B-riðli vann Ítalía sterkan 92-82 sigur á Þýskalandi og Ástralía rúllaði yfir Nígeríu, 84-65. Þrír riðlar eru á mótinu en keppt er í C-riðlinum á morgun. Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk þeirra tveggja með bestan árangur í þriðja sæti. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Bandaríska liðið er skipað eingöngu leikmönnum úr NBA-deildinni vestanhafs, þar á meðal eru Kevin Durant, Jrue Holiday, Damian Lillard, Draymond Green, Khris Middleton og fleiri. Þá þjálfar Gregg Popovich, sem stýrir San Antonio Spurs, liðinu með Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sér til aðstoðar. Bandaríska liðið var sterkara framan af í jöfnum leik liðanna. Átta stiga munur var í hálfleik, 45-37, fyrir Bandaríkin. Frakkar voru sterkari í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 11 stigum Bandaríkjanna og voru því 62-56 yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. USA s Men s Basketball just lost in the Olympics for the first time since 2004 and honestly they were beat by a better team. the days of just showing up and running pickup and having the other team ask for pictures after getting waxed by 40 is over.— Rob Perez (@WorldWideWob) July 25, 2021 Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig og voru með öll völd framan af fjórða leikhlutanum, liðið skoraði 18 stig gegn fimm, og var með 74-67 forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Þá hrundi hins vegar leikur liðsins, Frakkar gengu á lagið og skoruðu 16 af síðustu 18 stigum leiksins. Frakkar unnu því frækinn 83-76 sigur á stjörnum prýddu liði Bandaríkjanna sem hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan í Aþenu árið 2004. Evan Fournier, leikmaður Boston Celtics, fór mikinn fyrir Frakka og skoraði 28 stig í leiknum. Félagi hans Rudy Gobert, úr Utah Jazz, skoraði 14 stig og tók níu fráköst. Jrue Holiday var atkvæðamestur Bandaríkjamanna með 18 stig. Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu; tólf sti og tíu fráköst, Kevin Durant gerði tíu stig og Damian Lillard skoraði ellefu. Sigrar hjá Ítalíu, Tékklandi og Ástralíu Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í dag. Tékkland vann Íran með sex stiga mun, 84-78, í A-riðlinum. Bandaríkin eru því á botni riðilsins með eitt stig, líkt og Íran, en Frakkar og Tékkar eru með tvö. Í B-riðli vann Ítalía sterkan 92-82 sigur á Þýskalandi og Ástralía rúllaði yfir Nígeríu, 84-65. Þrír riðlar eru á mótinu en keppt er í C-riðlinum á morgun. Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk þeirra tveggja með bestan árangur í þriðja sæti.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira