Ben & Jerry's hættir sölu á landtökusvæðum Ísraela Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:41 Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hefur tilkynnt að hann ætli að hætta allri sölu á ís á landtökusvæðum Ísraela. Getty/Robert Alexander Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hyggst hætta sölu á landtökusvæðum Ísraela á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Forsætisráðherra Ísraels segist ætla bregðast við sölubanninu með hörðum aðgerðum. Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum. Ísrael Palestína Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum.
Ísrael Palestína Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira