Viðskipti innlent

Elmar þarf ekki að snúa aftur í gamla starfið

Eiður Þór Árnason skrifar
Það eru breytingar hjá Seðlabankanum.
Það eru breytingar hjá Seðlabankanum. Stöð 2/Sigurjón

Elmar Ásbjörnsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands en staðan var auglýst laus til umsóknar í lok júní.

Elmar hóf störf hjá Fjármálaeftirlitinu árið 2011 sem sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti og starfaði frá árinu 2014 til ársloka 2020 sem forstöðumaður áhættugreininga fjármálafyrirtækja hjá Fjármálaeftirlitinu/Seðlabankanum.

Frá ársbyrjun 2021 hefur Elmar verið starfandi framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands eftir að Finnur Sveinbjörnsson hætti nú um áramótin.

Elmar Ásbjörnsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs.Seðlabanki Íslands

Greint er frá ráðningunni á vef Seðlabankans. Árin 2007 til 2008 starfaði hann sem viðskiptastjóri hjá Saxo Bank A/S í Danmörku og frá 2008 til 2011 sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands.

Elmar er viðskiptafræðingur með MSc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hann hefur auk þess lokið löggildingu í verðbréfamiðlun.


Tengdar fréttir

Finnur yfirgefur Fjármálaeftirlitið

Finnur Sveinbjörnsson hætti sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans nú um áramótin. Elmar Ásbjörnsson, sem hefur gegnt stöðu forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviðinu, verður settur framkvæmdastjóri þangað til starfið verður auglýst.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×