NBA dagsins: Stal senunni með stæl, var hrint harkalega en lauk langri eyðimerkurgöngu Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 15:01 Chris Paul með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið vesturdeildina, í fyrsta sinn, en nú er stefnan sett á NBA-meistaratitilinn. AP Photo/Jae C. Hong Chris Paul kemur ekki lengur til greina sem besti körfuknattleiksmaður sem aldrei hefur komist í úrslit NBA-deildarinnar. Hann átti sviðið í gærkvöld þegar Phoenix Suns unnu LA Clippers í fjórða sinn og tryggðu sér vesturdeildarmeistaratitilinn. Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira