Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 12:30 Jónas Óli, plötusnúður og eigandi b5, mun endurreisa staðinn á Hverfisgötunni. Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar. Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar.
Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira