Opna 800 fermetra rafíþróttahöll við Hallveigarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 10:01 Rafíróttahöllin Heimavöllur verður til húsa í kjallaranum að Hallveigarstíg 1. Geirix/Getty Reynsluboltar úr atvinnulífinu hafa sameinað krafta sína í opnun nýs rafíþróttastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Boðið verður upp á aðstöðu til æfinga, keppni og skemmtun í rafíþróttum, ásamt bar þar sem hægt verður að fylgjast með stærstu rafíþróttamótum heims. Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar. Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar.
Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira