Opna 800 fermetra rafíþróttahöll við Hallveigarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 10:01 Rafíróttahöllin Heimavöllur verður til húsa í kjallaranum að Hallveigarstíg 1. Geirix/Getty Reynsluboltar úr atvinnulífinu hafa sameinað krafta sína í opnun nýs rafíþróttastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Boðið verður upp á aðstöðu til æfinga, keppni og skemmtun í rafíþróttum, ásamt bar þar sem hægt verður að fylgjast með stærstu rafíþróttamótum heims. Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar. Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Staðurinn verður til húsa á Hallveigarstíg 1 og mun bera nafnið Heimavöllur. Staðurinn verður í kjallaranum á Hallveigarstíg, þar sem áður var veislusalur, og standa nú yfir miklar framkvæmdir við breytingar á staðnum. „Draumurinn er að opna í haust og við erum að vinna á fullu að því,“ segir Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar. „Það er búið að bæta aðgengið að kjallaranum þannig að það verður aðgengi fyrir alla. Það eru tveir salir í kjallaranum sem við erum að taka við. Barinn er í sérrými, innst inni í rýminu þannig að barinn verður ekki í sama rými og tölvurnar,“ segir Gunnar. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar.Aðsend/ Geirix Að stofnun Heimavallar koma margir reynsluboltar úr atvinnulífinu, þar á meðal Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Heimavallar og eigandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins OZ. Með honum í stjórn eru Melína Kolka Guðmundsdóttir, varaformaður Rafíþróttasamtaka Íslands og stofnandi Tölvuleikjasambands íslenskra kvenna, Gestur Pétursson forstjóri Veitna, Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og þróunarstjóri Datera. Gunnar segir mikla þörf á nýrri aðstöðu fyrir rafíþróttasamfélagið enda séu öll rafíþróttafélög á Íslandi sprungin utan af sér og víða séu langir biðlistar. „Það hefur verið eftirspurn eftir því að bæði íþróttafélög og einstaklingar geti komist í alvöru aðstöðu til að spila í þægilegu andrúmslofti og vonandi keppa seinna meir,“ segir Gunnar. Býst við mikilli aukningu í rafíþróttaiðkun Hann segir markmiðið að vinna með sem flestum íþróttafélögum og bjóða þeim að koma og nýta aðstöðuna hjá Heimavelli. Stefnt er að því að hundrað tölvur verði á staðnum, bæði í lokuðum og opnum rýmum, svo hægt sé að bæði æfa og spila frjálst. „Eins og staðan er í dag er engin aðstaða til að æfa rafíþróttir af einhverri alvöru hérna heima. Íþróttafélögin hafa flest kannski verið með tíu til tuttugu tölvur og það að geta komist inn í rými þar sem pláss er fyrir fleiri og fleiri æfingar í einu getur orðið bylting hérna heima,“ segir Gunnar. Gunnar telur að mikil aukning verði í rafíþróttaiðkun á næstu árum. Í dag séu um þúsund ungmenni sem æfi rafíþróttir hér á landi og tugir þúsunda séu virkir spilarar. „Ég held að sá fjöldi sem æfir rafíþróttir í dag muni margfaldast á næstu árum. Áhorf á rafíþróttir á hverju ári er orðið meira en á rugby og golf, það eru 495 milljónir sem teljast áhorfendur á rafíþróttir. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því hvað þetta er stórt,“ segir Gunnar.
Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira