Fólk þurfi ekki að vera feimið við að vilja skoða skriðuna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 14:31 Skriðan er farin að grænka og lund Seyðfirðinga að léttast. Helgi Haraldsson Ferðaþjónustan á Austurlandi er smám saman að taka við sér og er ljóst að mikil veðurblíða á landshlutanum skemmi ekki fyrir atvinnugreininni. Hálfgerð hitabylgja liggur nú yfir Austurlandinu og má búast við að hitinn verði í kringum tuttugu stig út vikuna. Eigendur hótela á svæðinu segja blíðviðrið hjálpa rekstrinum því í sumar muni líklega mestu muna um Íslendinga sem vilja austur til að elta sólina. Eiga við sama vandamál og Akureyri að stríða Davíð Kristinsson, hótelstjóri og einn af eigendum Hótels Öldunnar á Seyðisfirði, segist hafa fundið vel fyrir því í bænum að ferðaþjónustan sé að taka við sér. „Já, það er svoldið síðan að erlendi ferðamaðurinn byrjaði að mæta til okkar. Auðvitað í minna magni en áður en þau eru mætt og munu halda áfram að mæta. Og svo eru Íslendingarnir að koma núna. Það vilja allir koma austur í góða veðrið,“ segir hann. „Við eigum við sama vandamál og Akureyringar að stríða… að það er alltaf gott veður hérna,“ segir Davíð. Hann segir að nokkuð þungt hafi verið yfir bænum eftir hræðilega atburði vetrarins þegar skriða féll á bæinn. Sautján hús urðu þar ónýt eða skemmdust mikið. Davíð Kristinsson er einnig varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Hann var því í fremstu víglínu þegar náttúruhamfarirnar riðu yfir í desember síðastliðnum.Vísir/Egill „Þetta var rosa högg sem við fengum. En það er að batna og við erum öll á uppleið. Um leið og sólin byrjar að skína svona og skriðan verður græn þá höldum við bara áfram. Og það er mikill hugur í Seyðfirðingum og vilji,“ segir Davíð. En skriðan gæti verið orðin nýtt aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustuna á Seyðisfirði: „Ég finn alveg að fólki finnst þetta smá erfitt, það er dáldið eins og það sé að mæta í partý sem því var ekki boð í en vinur þeirra þekkir húseigandann. En auðvitað vill fólk sjá skriðuna og við bara bjóðum fólk velkomið að koma og sjá. Þetta eru auðvitað einar stærstu náttúruhamfarir sem hafa orðið í mannabyggðum í langan tíma þannig auðvitað vill fólk sjá það.“ Munar mestu um Íslendingana Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins Valaskjálfar á Egilsstöðum, er viss um að ferðir Íslendinga innanlands í sumar eigi eftir að skipta mestu fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi: „Ég er allavega þokkalega bjartsýnn núna fyrir júlí, þá kannski fyrst og fremst horfandi til íslenska markaðarins. Ég er ekkert endilega að sjá að það komi mikið af útlendingum hingað, en þó meira en ég átti von á fyrir bara ekki svo löngu síðan,“ segir hann. Þráinn Lárusson er eigandi hótelsins Valaskjálfar á Egilsstöðum. vísir/aðsend Þráinn á nokkra veitingastaði á Egilsstöðum og segir hann viðskiptin þar hafa verið verulega góð síðustu tvo daga í góða veðrinu. „Við höfum séð traffík þar sem við höfum aldrei séð í júní áður. Þetta er bara svona seinni hluta júlí traffík sem er búin að vera undanfarna tvo daga. Og það er svo sem ekkert lát á því – veðrið mun vera svona áfram út alla næstu viku.“ Hann tekur þó fram að þó starfsemin sé auðvitað að taka aftur við sér eftir faraldurinn sé ferðaþjónustan enn í miklum vandræðum. „Þetta er náttúrulega bara brotabrot af því sem við höfum verið með og menn þurfa í sinn rekstur. Við erum auðvitað svo glaðir að sjá eitthvað gerast og geta fundið störf fyrir fólkið okkar og sjá einhverja innkomu til að geta látið hjólin snúast. En við eigum enn langt í land til að ná að rétta fyrirtækin við í rekstri.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Eigendur hótela á svæðinu segja blíðviðrið hjálpa rekstrinum því í sumar muni líklega mestu muna um Íslendinga sem vilja austur til að elta sólina. Eiga við sama vandamál og Akureyri að stríða Davíð Kristinsson, hótelstjóri og einn af eigendum Hótels Öldunnar á Seyðisfirði, segist hafa fundið vel fyrir því í bænum að ferðaþjónustan sé að taka við sér. „Já, það er svoldið síðan að erlendi ferðamaðurinn byrjaði að mæta til okkar. Auðvitað í minna magni en áður en þau eru mætt og munu halda áfram að mæta. Og svo eru Íslendingarnir að koma núna. Það vilja allir koma austur í góða veðrið,“ segir hann. „Við eigum við sama vandamál og Akureyringar að stríða… að það er alltaf gott veður hérna,“ segir Davíð. Hann segir að nokkuð þungt hafi verið yfir bænum eftir hræðilega atburði vetrarins þegar skriða féll á bæinn. Sautján hús urðu þar ónýt eða skemmdust mikið. Davíð Kristinsson er einnig varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Hann var því í fremstu víglínu þegar náttúruhamfarirnar riðu yfir í desember síðastliðnum.Vísir/Egill „Þetta var rosa högg sem við fengum. En það er að batna og við erum öll á uppleið. Um leið og sólin byrjar að skína svona og skriðan verður græn þá höldum við bara áfram. Og það er mikill hugur í Seyðfirðingum og vilji,“ segir Davíð. En skriðan gæti verið orðin nýtt aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustuna á Seyðisfirði: „Ég finn alveg að fólki finnst þetta smá erfitt, það er dáldið eins og það sé að mæta í partý sem því var ekki boð í en vinur þeirra þekkir húseigandann. En auðvitað vill fólk sjá skriðuna og við bara bjóðum fólk velkomið að koma og sjá. Þetta eru auðvitað einar stærstu náttúruhamfarir sem hafa orðið í mannabyggðum í langan tíma þannig auðvitað vill fólk sjá það.“ Munar mestu um Íslendingana Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins Valaskjálfar á Egilsstöðum, er viss um að ferðir Íslendinga innanlands í sumar eigi eftir að skipta mestu fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi: „Ég er allavega þokkalega bjartsýnn núna fyrir júlí, þá kannski fyrst og fremst horfandi til íslenska markaðarins. Ég er ekkert endilega að sjá að það komi mikið af útlendingum hingað, en þó meira en ég átti von á fyrir bara ekki svo löngu síðan,“ segir hann. Þráinn Lárusson er eigandi hótelsins Valaskjálfar á Egilsstöðum. vísir/aðsend Þráinn á nokkra veitingastaði á Egilsstöðum og segir hann viðskiptin þar hafa verið verulega góð síðustu tvo daga í góða veðrinu. „Við höfum séð traffík þar sem við höfum aldrei séð í júní áður. Þetta er bara svona seinni hluta júlí traffík sem er búin að vera undanfarna tvo daga. Og það er svo sem ekkert lát á því – veðrið mun vera svona áfram út alla næstu viku.“ Hann tekur þó fram að þó starfsemin sé auðvitað að taka aftur við sér eftir faraldurinn sé ferðaþjónustan enn í miklum vandræðum. „Þetta er náttúrulega bara brotabrot af því sem við höfum verið með og menn þurfa í sinn rekstur. Við erum auðvitað svo glaðir að sjá eitthvað gerast og geta fundið störf fyrir fólkið okkar og sjá einhverja innkomu til að geta látið hjólin snúast. En við eigum enn langt í land til að ná að rétta fyrirtækin við í rekstri.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira