Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2021 16:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stendur í ströngu þessa lokametra kjörtímabilsins. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. Ríkiseignir hafa gert leigusamning til þrjátíu ára við Íþöku um húsnæði sem á að hýsa starfsemi Skattsins og Fjársýslu ríkisins. Vísir greindi frá þessu fyrr í þessum mánuði. Í svari við fyrirspurn kemur fram að leigan nemur um 40 milljónum á mánuði. Gunnar Smári Egilsson, í Sósíalistaflokki Íslands, hefur gagnrýnt þessa tilhögun harðlega og talað um að þarna sé verið að færa Eykt og eiganda þess fyrirtækis mikla fjármuni á silfurfati. Nær væri að ríkið sjálft ætti það húsnæði sem hýsir starfsemi hins opinbera. Vísir lagði í kjölfarið fram fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins þar sem spurt var út í hvernig þessum málum væri háttað? Í svari kemur fram að samantekt yfir heildarfjárhæð húsaleigusamninga ríkisins við þriðja aðila megi finna í skýringu 9 í ríkisreikningi. „Til glöggvunar greiddi ríkið eftirfarandi fjárhæðir undanfarin 3 ár, en þar sem ríkisreikningur fyrir 2020 hefur ekki verið gefinn út er talan í því tilfelli óstaðfest,“ segir í svari: Fyrir árið 2018 6.542 m.kr. Fyrir árið 2019 6.940 m.kr. Fyrir árið 2020 7.067 m.kr. Þá segir jafnframt í svari við spurningum Vísis að leigugjald í samningi Ríkiseigna og Íþöku um húsnæðið að Katrínartúni 6 er 40.5 milljónir króna á mánuði eða 486 milljónir króna á ári. Leigusamningurinn er til 30 ára og er því áætluð heildarskuldbinding 9,9 milljarðar króna núvirt út samningstíma. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Ríkiseignir hafa gert leigusamning til þrjátíu ára við Íþöku um húsnæði sem á að hýsa starfsemi Skattsins og Fjársýslu ríkisins. Vísir greindi frá þessu fyrr í þessum mánuði. Í svari við fyrirspurn kemur fram að leigan nemur um 40 milljónum á mánuði. Gunnar Smári Egilsson, í Sósíalistaflokki Íslands, hefur gagnrýnt þessa tilhögun harðlega og talað um að þarna sé verið að færa Eykt og eiganda þess fyrirtækis mikla fjármuni á silfurfati. Nær væri að ríkið sjálft ætti það húsnæði sem hýsir starfsemi hins opinbera. Vísir lagði í kjölfarið fram fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins þar sem spurt var út í hvernig þessum málum væri háttað? Í svari kemur fram að samantekt yfir heildarfjárhæð húsaleigusamninga ríkisins við þriðja aðila megi finna í skýringu 9 í ríkisreikningi. „Til glöggvunar greiddi ríkið eftirfarandi fjárhæðir undanfarin 3 ár, en þar sem ríkisreikningur fyrir 2020 hefur ekki verið gefinn út er talan í því tilfelli óstaðfest,“ segir í svari: Fyrir árið 2018 6.542 m.kr. Fyrir árið 2019 6.940 m.kr. Fyrir árið 2020 7.067 m.kr. Þá segir jafnframt í svari við spurningum Vísis að leigugjald í samningi Ríkiseigna og Íþöku um húsnæðið að Katrínartúni 6 er 40.5 milljónir króna á mánuði eða 486 milljónir króna á ári. Leigusamningurinn er til 30 ára og er því áætluð heildarskuldbinding 9,9 milljarðar króna núvirt út samningstíma.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira