Viðskipti innlent

Jogging­buxum breytt í göngu­skó í nýrri markaðs­her­ferð Ís­lands­stofu

Atli Ísleifsson skrifar
Ragna Kjartansdóttir, einnig þekkt sem Cell 7, flytur lagið.
Ragna Kjartansdóttir, einnig þekkt sem Cell 7, flytur lagið.

Íslandsstofa hleypir í dag nýrri markaðsherferð af stokkunum sem ætlað er að lokka ferðamenn til landsins.

Herferðinni verður fylgt úr hlaði með frumsömdu lagi tónlistarmannsins Ásgeirs Orra Ásgeirssonar - Sweatpant Boots – í flutningi rapparans Rögnu Kjartansdóttur sem er einnig þekkt sem Cell 7. Ragna er sömuleiðis meðhöfundur lagsins.

Í myndbandinu og laginu er sjónum beint að einkennisfatnaði heimsfaraldursins – joggingbuxunum – og fólk hvatt til að loka þessu tímabili með táknrænum hætti og enduruppgötva ævintýraþrána á Íslandi.

„Í júlí verður erlendum ferðamönnum gert kleift að endurvinna margnotuðu joggingbuxurnar sínar, umbreyta þeim gönguskó og halda á vit ævintýranna á Íslandi. Skórnir verða handgerðir og fáanlegir í takmörkuðu upplagi gegn því að mæta á staðinn og framvísa flugmiða til Íslands og notuðum joggingbuxum. Skórnir eru unnir í samstarfi við fatahönnuðinn Ýr Þrastardóttur,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu.

Herferðin stendur í ellefu vikur, en megin áhersla verður lögð á Bandaríkin, Kanada, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Danmörku og Svíþjóð.

Sjá má myndbandið að neðan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,59
80
235.191
MAREL
2,68
29
528.257
SIMINN
2,45
11
203.811
ICESEA
1,5
3
27.586
LEQ
1,43
1
24.996

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,03
1
775
ARION
-0,31
17
247.934
REGINN
-0,19
1
52.400
BRIM
-0,18
4
50.977
REITIR
0
5
17.758
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.