Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2021 13:10 Haukur ásamt Eddu Sif Pálsdóttur við útnefningu Íþróttamanns ársins í fyrra. Haukur Harðarson íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu er horfinn af skjánum í bili að minnsta kosti. Haukur hefur tekið við starfi sem sérfræðingur í miðlun og þróun hjá Samkeppniseftirlitinu. DV greindi fyrst frá vistaskiptum Hauks en hann er kominn á starfsmannalista Samkeppniseftirlitsins. Starfið er nýtt hjá eftirlitinu og var auglýst í febrúar. Þar kom fram að leitað væri að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem yrði hluti af stoðteymi Samkeppniseftirlitsins. Umsækjendur áttu að hafa gott vald á íslensku, þekkingu og reynslu af kynningarmálum og þá væri reynsla af almannatengslum æskileg. Haukur hefur komið víða við á um áratug í starfi íþróttafréttamanns hjá Ríkisútvarpinu. Eftirminnilegt er faðmlag hans og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar sá síðarnefndi felldi tár eftir að HM 2014 draumur Íslands var úti. Þá hefur Haukur fylgt landsliðum Íslands á stórmót, lýst stórleikjum á skjánum sem í útvarpi auk þess að vera umsjónarmaður Skólahreystis. Haukur segir í samtali við Vísi að eftir ellefu ár í íþróttafréttamennskunni hafi verði komin þörf til að skipta um starfsvettvang og prófa eitthvað nýtt. Hann lauk meistaraprófi í markaðsfræðum á dögunum, útskrifaðist um helgina, en hann er menntaður viðskiptafræðingur. „Ég hef samt enn óbilandi áhuga á íþróttum, þetta er stórkostlegt starf,“ segir Haukur. Vaktaálagið hafi þó haft sitt að segja hjá fjölskylduföður á Seltjarnarnesinu. Nýja vinnan verður á hefðbundnum dagvinnutíma. Síðasta verkefni Hauks hjá Ríkisútvarpinu var að lýsa landsleik Færeyja og Íslands sem lauk með 1-0 sigri Íslands. Hann hóf störf hjá Samkeppniseftirlitinu fyrir tveimur vikum og er spenntur. „Já, heldur betur. Þarna er frábært starfsfólk og ótrúlega gaman að vera byrjaður hér. Þetta er ótrúlega mikilvæg stofnun, margt að gerast í kraftmiklu og skemmtilegu umhverfi.“ Vistaskipti Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu. 29. janúar 2019 10:30 Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Haukur Harðarson og Bjarni Guðjónsson munu lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu. Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson lýsa undanúrslitaleikjunum. Ætlar að fá sér te á leikdag. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
DV greindi fyrst frá vistaskiptum Hauks en hann er kominn á starfsmannalista Samkeppniseftirlitsins. Starfið er nýtt hjá eftirlitinu og var auglýst í febrúar. Þar kom fram að leitað væri að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem yrði hluti af stoðteymi Samkeppniseftirlitsins. Umsækjendur áttu að hafa gott vald á íslensku, þekkingu og reynslu af kynningarmálum og þá væri reynsla af almannatengslum æskileg. Haukur hefur komið víða við á um áratug í starfi íþróttafréttamanns hjá Ríkisútvarpinu. Eftirminnilegt er faðmlag hans og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar sá síðarnefndi felldi tár eftir að HM 2014 draumur Íslands var úti. Þá hefur Haukur fylgt landsliðum Íslands á stórmót, lýst stórleikjum á skjánum sem í útvarpi auk þess að vera umsjónarmaður Skólahreystis. Haukur segir í samtali við Vísi að eftir ellefu ár í íþróttafréttamennskunni hafi verði komin þörf til að skipta um starfsvettvang og prófa eitthvað nýtt. Hann lauk meistaraprófi í markaðsfræðum á dögunum, útskrifaðist um helgina, en hann er menntaður viðskiptafræðingur. „Ég hef samt enn óbilandi áhuga á íþróttum, þetta er stórkostlegt starf,“ segir Haukur. Vaktaálagið hafi þó haft sitt að segja hjá fjölskylduföður á Seltjarnarnesinu. Nýja vinnan verður á hefðbundnum dagvinnutíma. Síðasta verkefni Hauks hjá Ríkisútvarpinu var að lýsa landsleik Færeyja og Íslands sem lauk með 1-0 sigri Íslands. Hann hóf störf hjá Samkeppniseftirlitinu fyrir tveimur vikum og er spenntur. „Já, heldur betur. Þarna er frábært starfsfólk og ótrúlega gaman að vera byrjaður hér. Þetta er ótrúlega mikilvæg stofnun, margt að gerast í kraftmiklu og skemmtilegu umhverfi.“
Vistaskipti Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu. 29. janúar 2019 10:30 Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Haukur Harðarson og Bjarni Guðjónsson munu lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu. Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson lýsa undanúrslitaleikjunum. Ætlar að fá sér te á leikdag. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu. 29. janúar 2019 10:30
Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Haukur Harðarson og Bjarni Guðjónsson munu lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu. Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson lýsa undanúrslitaleikjunum. Ætlar að fá sér te á leikdag. 10. júlí 2018 06:00