Viðskipti innlent

Kynntu allar upp­lýsingar varðandi hluta­fjár­út­boð Play

Tinni Sveinsson skrifar
Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm

Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar.

Útboðin munu standa yfir milli klukkan tíu á fimmtudaginn og klukkan 16 á föstudaginn. Fyrsti viðskiptadagur með hluti Fly Play hf. á Nasdaq First North Iceland er síðan áætlaður föstudaginn 9. júlí.

Arctica Finance er umsjónaraðili útboðanna og Arion banki söluaðili. Boðnir verða til sölu samtals 221.906.800 hlutir að nafnverði í formi nýrra hlutabréfa í Fly Play hf. Áætlað er að niðurstöður útboðanna verði tilkynntar á föstudaginn og niðurstöður úthlutunar á mánudaginn.

Hægt er að skoða kynningu Play hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar er að finna á vef Play.


Fjárfestakynning

 Skráningaskjal





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×