Smitten fær 330 milljóna fjármögnun til útrásar í Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 11:34 Smitten-teymið telur nú tíu. Smitten Stefnumótaappið Smitten hefur fengið byr undir báða vængi fyrir útrás til Evrópu eftir að hafa lokað 330 milljóna króna fjármögnun. Stofnandi Smitten segir 25 þúsund Íslendinga hafa sótt appið og nokkur þúsund noti það á hverjum einasta degi, að stærstum hluta fólk undir þrítugu. Norræni sjóðurinn byFounders leiddi seed hlutafjáraukninguna í Smitten, en meðal annarra fjárfesta í lotunni eru PROfounders, Inventures, íslenski sjóðurinn Brunnur Ventures, Tiny.vc auk nokkurra engla. Þeir Heini Zachariassen, framkvæmdastjóri og stofnandi Vivino, og Joe Bond, fjárfestir hjá PROfounders, taka sæti í stjórn félagsins fyrir hönd fjárfesta. Jóhann Tómas Sigurðsson, fjárfestir hjá Investa, stígur til hliðar úr stjórninni. „Smitten fer út fyrir ramma hefðbundinnar upplifunar af stefnumótaþjónustu og gerir notendum kleift að eiga samskipti á skemmtilegan og gagnvirkan hátt, sem eykur líkurnar á þýðingarmiklum samböndum og að kynnast áhugaverðu fólki. Með jafn öfluga stofnendur að baki þessarar einstöku vöru var mjög auðveld ákvörðun fyrir okkur að fjárfesta í Smitten. Við erum handviss um að Smitten geti orðið leiðandi afl á markaði. Við erum svo viss að það tók okkur bara fáeinar klukkustundir að senda þeim tilboð eftir að við hittum þá fyrst,“ segir Sebastian Johansson, fjárfestir hjá byFounders, í tilkynningu. byFounders hafi verið sérstaklega hrifin af því hvernig Smitten gerir notendum kleift að búa til sína eigin skapandi og gagnvirka prófíla, sem gerir ferlið að kynnast nýju fólki á appinu óvenju skemmtilegt og spennandi. „Notkunargögnin okkar eru nú þegar á svipuðum slóðum og hjá Tinder og öðrum keppinautum, en við erum rétt búin að klóra í yfirborðið við að ítra Smitten og gera appið betra. Með kraftmiklu teymi, frábæra fjárfesta og þessu nýja fjármagni höfum við skapað yfirburða tækifæri til þess að gera Smitten að leiðandi afli á stefnumótamarkaðnum,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Með fjárfestingunni áætlar Smitten að gefa út appið á nýjum mörkuðum í Evrópu og þá helst í Norðurlöndunum til að byrja með. Hjá Smitten störfuðu einungis þrír starfsmenn þar til í síðasta mánuði, en teymið er nú orðið tíu talsins. Nýr Vaxtarstjóri (e. Chief Growth Officer) Smitten er Hannes Agnarsson Johnson, sem áður vann hjá CCP og Plain Vanilla. „Smitten er magnað tækifæri sem ég varð að hoppa á. Gögnin sýna nú þegar að við eigum möguleika á að keppa við stóru risana á markaðnum og ég get ekki beðið eftir að blása í stríðslúðrana og ýta enn meira undir vöxt Smitten,“ segir Hannes. Smitten, sem mætti lýsa sem blöndu af stefnumóta-appi, tölvuleik, samfélagsmiðli og afþreyingarvöru, mætir kröfum núll-kynslóðarinnar (Generation Z, 1997-2015), sem mætti segja að séu með afþreyingu í blóðinu. Þessi kynslóð hefur aldrei upplifað heiminn án internetsins og samfélagsleg staða hennar er að hluta bundin við fjölda fylgjenda og afreka í netheimum. Kynjahlutfall notenda Smitten er um 54% karlmenn og 46% konur. 20% notenda eru 18 ára en lang stærstur hluti notenda á Smitten er yngri en 25 ára. Þrátt fyrir að Smitten sé ætlað að verða stefnumóta-app núll-kynslóðarinnar virðast notendur á öllum aldri kunna vel að meta áhugaverða nálgun appsins. „Það er nánast á hverjum degi sem við fáum skilaboð frá ánægðum notendum sem segja Smitten vera miklu skemmtilegra en Tinder,“ segir Davíð. „Eftir átta ár af því að búa til og gefa út samfélagsmiðla-öpp til þess að tengja saman fólk, hlýnar okkur mikið um hjartarætur að fá svona skilaboð.“ Ástin og lífið Stafræn þróun Nýsköpun Tengdar fréttir Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02 Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten, nýtt íslenskt stefnumóta-app er komið á markaðinn. Þúsundir notenda hafa þegar skráð sig og telja stofnendur að Smitten eigi eftir að rúlla Tinder upp 14. október 2020 10:12 Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita. 28. september 2020 08:26 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Norræni sjóðurinn byFounders leiddi seed hlutafjáraukninguna í Smitten, en meðal annarra fjárfesta í lotunni eru PROfounders, Inventures, íslenski sjóðurinn Brunnur Ventures, Tiny.vc auk nokkurra engla. Þeir Heini Zachariassen, framkvæmdastjóri og stofnandi Vivino, og Joe Bond, fjárfestir hjá PROfounders, taka sæti í stjórn félagsins fyrir hönd fjárfesta. Jóhann Tómas Sigurðsson, fjárfestir hjá Investa, stígur til hliðar úr stjórninni. „Smitten fer út fyrir ramma hefðbundinnar upplifunar af stefnumótaþjónustu og gerir notendum kleift að eiga samskipti á skemmtilegan og gagnvirkan hátt, sem eykur líkurnar á þýðingarmiklum samböndum og að kynnast áhugaverðu fólki. Með jafn öfluga stofnendur að baki þessarar einstöku vöru var mjög auðveld ákvörðun fyrir okkur að fjárfesta í Smitten. Við erum handviss um að Smitten geti orðið leiðandi afl á markaði. Við erum svo viss að það tók okkur bara fáeinar klukkustundir að senda þeim tilboð eftir að við hittum þá fyrst,“ segir Sebastian Johansson, fjárfestir hjá byFounders, í tilkynningu. byFounders hafi verið sérstaklega hrifin af því hvernig Smitten gerir notendum kleift að búa til sína eigin skapandi og gagnvirka prófíla, sem gerir ferlið að kynnast nýju fólki á appinu óvenju skemmtilegt og spennandi. „Notkunargögnin okkar eru nú þegar á svipuðum slóðum og hjá Tinder og öðrum keppinautum, en við erum rétt búin að klóra í yfirborðið við að ítra Smitten og gera appið betra. Með kraftmiklu teymi, frábæra fjárfesta og þessu nýja fjármagni höfum við skapað yfirburða tækifæri til þess að gera Smitten að leiðandi afli á stefnumótamarkaðnum,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Með fjárfestingunni áætlar Smitten að gefa út appið á nýjum mörkuðum í Evrópu og þá helst í Norðurlöndunum til að byrja með. Hjá Smitten störfuðu einungis þrír starfsmenn þar til í síðasta mánuði, en teymið er nú orðið tíu talsins. Nýr Vaxtarstjóri (e. Chief Growth Officer) Smitten er Hannes Agnarsson Johnson, sem áður vann hjá CCP og Plain Vanilla. „Smitten er magnað tækifæri sem ég varð að hoppa á. Gögnin sýna nú þegar að við eigum möguleika á að keppa við stóru risana á markaðnum og ég get ekki beðið eftir að blása í stríðslúðrana og ýta enn meira undir vöxt Smitten,“ segir Hannes. Smitten, sem mætti lýsa sem blöndu af stefnumóta-appi, tölvuleik, samfélagsmiðli og afþreyingarvöru, mætir kröfum núll-kynslóðarinnar (Generation Z, 1997-2015), sem mætti segja að séu með afþreyingu í blóðinu. Þessi kynslóð hefur aldrei upplifað heiminn án internetsins og samfélagsleg staða hennar er að hluta bundin við fjölda fylgjenda og afreka í netheimum. Kynjahlutfall notenda Smitten er um 54% karlmenn og 46% konur. 20% notenda eru 18 ára en lang stærstur hluti notenda á Smitten er yngri en 25 ára. Þrátt fyrir að Smitten sé ætlað að verða stefnumóta-app núll-kynslóðarinnar virðast notendur á öllum aldri kunna vel að meta áhugaverða nálgun appsins. „Það er nánast á hverjum degi sem við fáum skilaboð frá ánægðum notendum sem segja Smitten vera miklu skemmtilegra en Tinder,“ segir Davíð. „Eftir átta ár af því að búa til og gefa út samfélagsmiðla-öpp til þess að tengja saman fólk, hlýnar okkur mikið um hjartarætur að fá svona skilaboð.“
Ástin og lífið Stafræn þróun Nýsköpun Tengdar fréttir Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02 Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten, nýtt íslenskt stefnumóta-app er komið á markaðinn. Þúsundir notenda hafa þegar skráð sig og telja stofnendur að Smitten eigi eftir að rúlla Tinder upp 14. október 2020 10:12 Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita. 28. september 2020 08:26 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19 „Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól. 10. maí 2021 07:02
Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten, nýtt íslenskt stefnumóta-app er komið á markaðinn. Þúsundir notenda hafa þegar skráð sig og telja stofnendur að Smitten eigi eftir að rúlla Tinder upp 14. október 2020 10:12
Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita. 28. september 2020 08:26