Körfubolti

Chris Paul í kórónuveiruvandræðum og gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul hefur gjörtbreytt liði Phoenix Suns og yrði sárt saknað í úrslitum Vesturdeildarinnar.
Chris Paul hefur gjörtbreytt liði Phoenix Suns og yrði sárt saknað í úrslitum Vesturdeildarinnar. AP/David Zalubowski

Phoenix Suns er eina liðið sem er búið að tryggja sér sæti í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en leiðtogi liðsins búinn að koma sér í vandræði.

Shams Charania hjá The Athletic hefur heimildir fyrir því að Paul sé kominn í einangrun vegna kórónuveirusmits. Hann er kominn á svokallaðan „NBA’s COVID-19 health and safety protocols“ lista NBA deildarinnar.

Paul gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni en það eru tveir til þrír leikir eftir af einvígi Los Angeles Clippers og Utah Jazz en sigurvegarinn í því mun mæta Phoenix Suns í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar.

Ef það verður leikur sjö í einvígi Clippers og Jazz þá fer hann fram á sunnudaginn kemur.

Sé leikmaðurinn bólusettur þá er líkur á því að hann geti snúið fyrr til baka.

Paul hefur verið frábær með liði Phoenix Suns og var með 25,5 stig og 10,3 stoðsendingar í einvíginu á móti Denver Nuggets sem Phoenix vann 4-0.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.