Viðskipti innlent

Taka við veitinga- og verslunar­rekstri á Þing­völlum

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilefni samþykktar tilboðsins mættu þeir Aðalsteinn Pálsson framkvæmdastjóri, Ágúst Þór Eiríksson eigandi Drífu ehf., Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður og Einar Júlíus Gunnþórsson sölustjóri Drífu ehf. á Þingvöll.
Í tilefni samþykktar tilboðsins mættu þeir Aðalsteinn Pálsson framkvæmdastjóri, Ágúst Þór Eiríksson eigandi Drífu ehf., Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður og Einar Júlíus Gunnþórsson sölustjóri Drífu ehf. á Þingvöll. Þingvellir

Icewear hefur tekið við veitinga- og verslunarrekstri Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjónustumiðstöðinni á Leirum og einnig Gestastofu sem er staðsett rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá.

Icewear greinir frá þessu í tilkynningu, en salan opnar á morgun.

Haft er eftir Aðalsteini Pálssyni, framkvæmdastjóra Icewear, að markmiðið sé að bjóða innlendum og erlendum gestum Þjóðgarðsins upp á úrval af gjafavöru sem tengist Þingvöllum, sögu Íslendinga og merkilegum atburðum, náttúru staðarins og ekki síst dýralífinu á svæðinu.

„Hönnun á vörulínu sem tengist Þingvöllum er þegar hafin og við erum mjög spennt fyrir því að takast á við verkerfnið sem tengist þessum merkilega stað sem skipar sérstakan sess í hugum allra Íslendinga,” segir Aðalsteinn.

Í tilkynningunni segir að Drífa ehf reki verslanir Icewear og Icemart og hafi þjóðgarðurinn á Þingvöllum tekið tilboði félagsins í veitinga- og verslunarrekstur á Þingvöllum í kjölfar útboðs Ríkiskaupa. „Þrjú tilboð bárust í reksturinn og var Drífa ehf. með hagstæðasta tilboðið og er samningur gerður til 3ja ára með möguleika á að framlengja samning tvisvar sinnum um eitt ár.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.