Viðskipti innlent

Karen ráðin til At­hygli

Atli Ísleifsson skrifar
Karen Kjartansdóttir.
Karen Kjartansdóttir. Athygli

Karen Kjartansdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin til starfa hjá ráðgjafafyrirtækisinu Athygli.

Í tilkynningu frá Athygli segir að Karen hafi fjölbreytta starfsreynslu úr íslensku atvinnulífi, síðast einmitt sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar þar sem hún hafði verið frá 2018. 

„Þar á undan starfaði hún í fjölbreyttum verkefnum hjá ráðgjafastofunni Aton auk þess sem hún var samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á árunum 2013 til 2017.

Karen hefur einnig talsverða reynslu af fjölmiðlastörfum, sem blaðamaður og pistlahöfundur á DV og á Fréttablaðinu og síðar fréttamaður og varafréttastjóri á Stöð 2. Einnig hefur Karen unnið fjölda trúnaðarstarfa fyrir félög í atvinnulífinu, meðal annars að því að efla tengsl milli atvinnulífs og menntastofnana auk þess að halda utan um skipulag á ráðstefnum og málþingum vegna málefna atvinnulífsins. Karen útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og er með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur þegar hafið störf,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×