Sektað um milljón evra fyrir að njósna um starfsfólk Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2021 09:35 Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Getty Dómstóll í Frakklandi hefur gert IKEA þar í landi að greiða eina milljón evra í sekt, um 150 milljónir króna, fyrir að hafa njósnað um starfsfólk á um tuttugu ára tímabili. Fyrrverandi forstjóri IKEA í Frakklandi, Jean-Louis Baillot, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu 50 þúsund evra í miskabætur. Í dómi kemur meðal annars fram að forsvarsmenn IKEA í Frakklandi hafi ráðið einkaspæjara og lögreglumenn til að safna saman persónulegum upplýsingum um starfsfólk fyrirtækisins. Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Eftir að upp komst um málið voru fjórir framkvæmdastjórar reknir frá fyrirtækinu og ráðist í gerð nýrra siðareglna fyrir fyrirtækið. Sigldu undir fölsku flaggi Réttarhöld hófust í málinu í mars, en alls voru fimmtán manns á sakabekk í morgun, þeirra á meðal æðstu stjórnendur IKEA í Frakklandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar einstakra verslana. Þar að auki var réttað yfir fjórum lögreglumönnum fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum til stjórnenda IKEA. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur IKEA hafi meðal annars fylgst með bankareikningum starfsfólks og notast við starfsmenn sem sigldu undir fölsku flaggi til að safna upplýsingum um aðra starfsmenn. Frakkland IKEA Tengdar fréttir Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16 Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri IKEA í Frakklandi, Jean-Louis Baillot, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, auk greiðslu 50 þúsund evra í miskabætur. Í dómi kemur meðal annars fram að forsvarsmenn IKEA í Frakklandi hafi ráðið einkaspæjara og lögreglumenn til að safna saman persónulegum upplýsingum um starfsfólk fyrirtækisins. Sannanir um athæfið komu fyrst fram árið 2012. Eftir að upp komst um málið voru fjórir framkvæmdastjórar reknir frá fyrirtækinu og ráðist í gerð nýrra siðareglna fyrir fyrirtækið. Sigldu undir fölsku flaggi Réttarhöld hófust í málinu í mars, en alls voru fimmtán manns á sakabekk í morgun, þeirra á meðal æðstu stjórnendur IKEA í Frakklandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar einstakra verslana. Þar að auki var réttað yfir fjórum lögreglumönnum fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum til stjórnenda IKEA. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að stjórnendur IKEA hafi meðal annars fylgst með bankareikningum starfsfólks og notast við starfsmenn sem sigldu undir fölsku flaggi til að safna upplýsingum um aðra starfsmenn.
Frakkland IKEA Tengdar fréttir Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16 Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22. mars 2021 14:16
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent